„Mér fannst við 'ströggla' lengsta partinn af þessum leik, við vorum ekki að spila okkar besta leik," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra eftir dramatískt 1-1 jafntefli þar sem Vestri jafnaði metin með síðasta sparki leiksins.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Vestri
„Á móti kemur að það voru ekki mikið af færum í þessum leik, en mér fannst þeir vera með yfirhöndina og við klaufar að nýta það ekki, þegar við vorum að vinna boltann að gera ekki betur þar og komast meira á bavið þá. Þegar það er kominn í þennan hluta tímabils þá skiptir það ekki fokking máli, það eru bara úrslitin sem skipta máli í þessum síðustu leikjum. Þannig við erum ekkert að horfa í það heldur bara að ná í úrslit og sem betur fer þá náum við að jafna þennan leik hérna í restina. Ótrúlegar loka mínútur," sagði Jón.
Það gekk illa lengi vel hjá Vestra að skapa sér færi en eftir að þeir lenda marki undir fóru þeir að leggja meira púður í sóknarleikinn.
„Það kemur meira 'urgency' í leikinn okkar sem mér fannst vanta í fyrri hálfleiknum. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði töluvert upp á í því. Það kom því miður ekki fyrr en eftir að þeir skora, ég er svolítið svekktur með það," sagði Jón.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.