Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 19. október 2025 22:49
Gunnar Bjartur Huginsson
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH-ingar heimsóttu Val á N1-völlinn í kvöld. Reyndist leikurinn hin mesta skemmtun og enduðu leikar með 4-4 jafntefli. Leikurinn var mikill markaleikur og því við hæfi að senda fyrrum framherjann og núverandi aðstoðarþjálfara FH, Kjartan Henry Finnbogason í viðtal. 

Mér fannst þetta bara skemmtilegur leikur og við vorum ánægðir með sóknarleikinn en jafnvægið kannski ekki alveg nógu gott. Við hleyptum þessu of mikið í fram og til baka fótbolta, sem Valur eru mjög góðir í og þeir skoruðu þrjú mörk. Ég held að jafntefli hafi bara verið sanngjörn niðurstaða," sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH. 


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Björn Daníel Sverrisson og Ahmad Faqa sem hafa verið lykilmenn í liði FH á þessari leiktíð, fengu það hlutverk að verma bekkinn á N1-vellinum. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála, hefur sagt að það sé stefna FH að spila á yngri leikmönnum og segir það vera ástæðu fyrir þjálfarabreytinguna sem er í vændum. 

„Nei, nei, Ahmad var í landsliðsverkefni og ég get ekki einu sinni rakið það hversu langt það ferðalag var. Ég held að það ferðalag hafi tekið hann einhverja 70 klukkutíma að komast til baka, þannig að hann var bara þreyttur. Svo var Bjarni bara frábær í dag og kom inn í liðið fyrir Björn. Við erum ekkert að byrja á því (innsk. að spila ungum leikmönnum) núna."

Mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðu FH en ákveðið hefur verið að endurnýja ekki samstarfið við Heimi Guðjónsson. Vekur það furðu margra, þar sem að hann virðist ætla að skila ungu og reynslulitlu FH-liði í 5. sæti Bestu deildar karla. Því liggur beinast við að ráða aðstoðarmanninn, eins og venja er í Bestu deild karla, eða hvað?

Já, ég meina, ef mér byðist það, að þá myndi ég að sjálfsögðu skoða það en mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu, þannig að það á bara eftir að koma í ljós hver það verður.

Aðspurður segist Kjartan Henry ekki vita hver arftaki Heimis Guðjónssonar verður.

Nei, ég hef ekki hugmynd."


Athugasemdir
banner