Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 19. október 2025 22:49
Gunnar Bjartur Huginsson
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH-ingar heimsóttu Val á N1-völlinn í kvöld. Reyndist leikurinn hin mesta skemmtun og enduðu leikar með 4-4 jafntefli. Leikurinn var mikill markaleikur og því við hæfi að senda fyrrum framherjann og núverandi aðstoðarþjálfara FH, Kjartan Henry Finnbogason í viðtal. 

Mér fannst þetta bara skemmtilegur leikur og við vorum ánægðir með sóknarleikinn en jafnvægið kannski ekki alveg nógu gott. Við hleyptum þessu of mikið í fram og til baka fótbolta, sem Valur eru mjög góðir í og þeir skoruðu þrjú mörk. Ég held að jafntefli hafi bara verið sanngjörn niðurstaða," sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH. 


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Björn Daníel Sverrisson og Ahmad Faqa sem hafa verið lykilmenn í liði FH á þessari leiktíð, fengu það hlutverk að verma bekkinn á N1-vellinum. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála, hefur sagt að það sé stefna FH að spila á yngri leikmönnum og segir það vera ástæðu fyrir þjálfarabreytinguna sem er í vændum. 

„Nei, nei, Ahmad var í landsliðsverkefni og ég get ekki einu sinni rakið það hversu langt það ferðalag var. Ég held að það ferðalag hafi tekið hann einhverja 70 klukkutíma að komast til baka, þannig að hann var bara þreyttur. Svo var Bjarni bara frábær í dag og kom inn í liðið fyrir Björn. Við erum ekkert að byrja á því (innsk. að spila ungum leikmönnum) núna."

Mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðu FH en ákveðið hefur verið að endurnýja ekki samstarfið við Heimi Guðjónsson. Vekur það furðu margra, þar sem að hann virðist ætla að skila ungu og reynslulitlu FH-liði í 5. sæti Bestu deildar karla. Því liggur beinast við að ráða aðstoðarmanninn, eins og venja er í Bestu deild karla, eða hvað?

Já, ég meina, ef mér byðist það, að þá myndi ég að sjálfsögðu skoða það en mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu, þannig að það á bara eftir að koma í ljós hver það verður.

Aðspurður segist Kjartan Henry ekki vita hver arftaki Heimis Guðjónssonar verður.

Nei, ég hef ekki hugmynd."


Athugasemdir
banner
banner