„Gríðarlega sáttur með stigin og frammistöðuna. Einn heilsteyptasti leikur okkar í langan tíma. Þeir skoruðu beint á eftir okkur en samt eftir það högg vorum við ekki litlir og héldum áfram að spila boltanum. Ógeðslega sáttur með frammistöðuna sem skilaði stigunum þremur,“ sagði Aron Sigurðarson fyrirliði KR eftir 2-1 sigur Vesturbæinga gegn ÍBV fyrr í dag.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 ÍBV
„Við létum ekki aðstæður og stærðina á leiknum hafa áhrif á okkur, sem er erfitt. Spiluðum með tóman haus, vorum á botninum og höfðum engu að tapa. Vorum óhræddir, mér fannst þetta vera gamla góða spilamennskan, sem ég er sáttur við.“
KR er nú í 11. sæti Bestu-deildarinnar og getur tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni á næsta tímabili með sigri á Vestra næstu helgi.
„Gríðarlega kærkomið að geta treyst okkur sem best. Það er ekkert annað í stöðunni en að fara vestur og klára dæmið. Það er það sem við ætluðum að gera.“
Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 26 | 10 | 6 | 10 | 41 - 46 | -5 | 36 |
2. ÍBV | 26 | 9 | 6 | 11 | 31 - 33 | -2 | 33 |
3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |