Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 19. október 2025 17:58
Kári Snorrason
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Fyrirliðinn var ánægður að leik loknum.
Fyrirliðinn var ánægður að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega sáttur með stigin og frammistöðuna. Einn heilsteyptasti leikur okkar í langan tíma. Þeir skoruðu beint á eftir okkur en samt eftir það högg vorum við ekki litlir og héldum áfram að spila boltanum. Ógeðslega sáttur með frammistöðuna sem skilaði stigunum þremur,“  sagði Aron Sigurðarson fyrirliði KR eftir 2-1 sigur Vesturbæinga gegn ÍBV fyrr í dag. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍBV

„Við létum ekki aðstæður og stærðina á leiknum hafa áhrif á okkur, sem er erfitt. Spiluðum með tóman haus, vorum á botninum og höfðum engu að tapa. Vorum óhræddir, mér fannst þetta vera gamla góða spilamennskan, sem ég er sáttur við.“ 

KR er nú í 11. sæti Bestu-deildarinnar og getur tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni á næsta tímabili með sigri á Vestra næstu helgi.

„Gríðarlega kærkomið að geta treyst okkur sem best. Það er ekkert annað í stöðunni en að fara vestur og klára dæmið. Það er það sem við ætluðum að gera.“ 

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner