Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Ísland með Hollandi eða Þýskalandi í riðli ef liðið fer á EM
Ísland mætir Ungverjalandi eða Rúmeníu í umspilinu í mars
Ísland mætir Ungverjalandi eða Rúmeníu í umspilinu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ljóst að íslenska karlalandsliðið mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í undanúrslitum í umspili um sæti á EM í mars eftir að Wales tryggði sig inn á EM í kvöld.

Aaron Ramsey skoraði bæði mörk Wales og kom þannig liðinu áfram en það liggur þá ljóst fyrir hverjir möguleikar Íslands eru.

Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í undanúrslitum umspilsins en ef liðið fer áfram er möguleikarnir þannig að liðið getur mætt Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu eða Ísrael.

Ef Ísland kemst á EM fer liðið annað hvort í riðil með Hollandi eða Þýskalandi. Ef Ísland yrði með Hollandi í riðli yrði spilað í Amsterdam og Búkarest en ef það færi svo að liðið yrði með Þýskalandi yrði spilað í München og Búdapest.



Athugasemdir
banner
banner