Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
   sun 19. nóvember 2023 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Hákon átti flottan leik í markinu
Hákon átti flottan leik í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með íslenska karlalandsliðinu er það tapaði fyrir Portúgal, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en hann kom bara nokkuð vel frá sínu.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Markvörðurinn öflugi nýtti tækifærið ágætlega. Hann var góður í flestum aðgerðum sínum, bæði í föstum leikatriðum og þá sá hann ágætlega við tilraunum portúgalska liðsins.

„Ég er bara mjög stoltur að fá tækifærið og fyrsti keppnisleikur minn fyrir A-landsliðið. Frábært.“

„Það mátti alveg búast við því. Þeir eru frábærir í fótbolta,“
sagði Hákon Rafn við Fótbolta.net.

Hann gerði ein mistök í leiknum er Joao Felix átti skot sem Hákon ætlaði að handsama, en missti boltann fyrir lappirnar á Cristiano Ronaldo sem potaði honum í átt að Ricardo Horta og þaðan í netið. Hákon var ánægður með frammistöðuna en ósáttur við sjálfan sig í seinna markinu.

„Jú, heilt yfir, en maður vill alltaf gera betur. Annað markið þá missi ég boltann aðeins og Ronaldo er alltaf mættur í 'reboundið' og ef maður missir hann á þessu stigi þá er manni refsað.“

Samkeppnin um markvarðarstöðuna er hörð. Rúnar Alex Rúnarsson hefur átt markvarðarstöðuna í undankeppninni, en bekkjarseta hans hjá Cardiff hefur orðið til þess að Elías Rafn Ólafsson og Hákon hafa fengið tækifæri í liðinu. Hákon vill eigna sér stöðuna.

„Já, auðvitað eins og allir sem eru markmenn með Íslandi. Þetta er gríðarleg samkeppni og kemur bara í ljós. Það er samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig. Allir að ýta hvorum öðrum áfram, reyna að spila sinn besta leik og það kemur bara í ljós hvernig þetta verður í mars.“ sagði Hákon sem talaði einnig um tímabilið með Elfsborg í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner