Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 19. nóvember 2023 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Hákon átti flottan leik í markinu
Hákon átti flottan leik í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með íslenska karlalandsliðinu er það tapaði fyrir Portúgal, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en hann kom bara nokkuð vel frá sínu.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Markvörðurinn öflugi nýtti tækifærið ágætlega. Hann var góður í flestum aðgerðum sínum, bæði í föstum leikatriðum og þá sá hann ágætlega við tilraunum portúgalska liðsins.

„Ég er bara mjög stoltur að fá tækifærið og fyrsti keppnisleikur minn fyrir A-landsliðið. Frábært.“

„Það mátti alveg búast við því. Þeir eru frábærir í fótbolta,“
sagði Hákon Rafn við Fótbolta.net.

Hann gerði ein mistök í leiknum er Joao Felix átti skot sem Hákon ætlaði að handsama, en missti boltann fyrir lappirnar á Cristiano Ronaldo sem potaði honum í átt að Ricardo Horta og þaðan í netið. Hákon var ánægður með frammistöðuna en ósáttur við sjálfan sig í seinna markinu.

„Jú, heilt yfir, en maður vill alltaf gera betur. Annað markið þá missi ég boltann aðeins og Ronaldo er alltaf mættur í 'reboundið' og ef maður missir hann á þessu stigi þá er manni refsað.“

Samkeppnin um markvarðarstöðuna er hörð. Rúnar Alex Rúnarsson hefur átt markvarðarstöðuna í undankeppninni, en bekkjarseta hans hjá Cardiff hefur orðið til þess að Elías Rafn Ólafsson og Hákon hafa fengið tækifæri í liðinu. Hákon vill eigna sér stöðuna.

„Já, auðvitað eins og allir sem eru markmenn með Íslandi. Þetta er gríðarleg samkeppni og kemur bara í ljós. Það er samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig. Allir að ýta hvorum öðrum áfram, reyna að spila sinn besta leik og það kemur bara í ljós hvernig þetta verður í mars.“ sagði Hákon sem talaði einnig um tímabilið með Elfsborg í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner