Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   sun 19. nóvember 2023 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Hákon átti flottan leik í markinu
Hákon átti flottan leik í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með íslenska karlalandsliðinu er það tapaði fyrir Portúgal, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en hann kom bara nokkuð vel frá sínu.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Markvörðurinn öflugi nýtti tækifærið ágætlega. Hann var góður í flestum aðgerðum sínum, bæði í föstum leikatriðum og þá sá hann ágætlega við tilraunum portúgalska liðsins.

„Ég er bara mjög stoltur að fá tækifærið og fyrsti keppnisleikur minn fyrir A-landsliðið. Frábært.“

„Það mátti alveg búast við því. Þeir eru frábærir í fótbolta,“
sagði Hákon Rafn við Fótbolta.net.

Hann gerði ein mistök í leiknum er Joao Felix átti skot sem Hákon ætlaði að handsama, en missti boltann fyrir lappirnar á Cristiano Ronaldo sem potaði honum í átt að Ricardo Horta og þaðan í netið. Hákon var ánægður með frammistöðuna en ósáttur við sjálfan sig í seinna markinu.

„Jú, heilt yfir, en maður vill alltaf gera betur. Annað markið þá missi ég boltann aðeins og Ronaldo er alltaf mættur í 'reboundið' og ef maður missir hann á þessu stigi þá er manni refsað.“

Samkeppnin um markvarðarstöðuna er hörð. Rúnar Alex Rúnarsson hefur átt markvarðarstöðuna í undankeppninni, en bekkjarseta hans hjá Cardiff hefur orðið til þess að Elías Rafn Ólafsson og Hákon hafa fengið tækifæri í liðinu. Hákon vill eigna sér stöðuna.

„Já, auðvitað eins og allir sem eru markmenn með Íslandi. Þetta er gríðarleg samkeppni og kemur bara í ljós. Það er samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig. Allir að ýta hvorum öðrum áfram, reyna að spila sinn besta leik og það kemur bara í ljós hvernig þetta verður í mars.“ sagði Hákon sem talaði einnig um tímabilið með Elfsborg í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner