Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 19. nóvember 2023 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Hákon átti flottan leik í markinu
Hákon átti flottan leik í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með íslenska karlalandsliðinu er það tapaði fyrir Portúgal, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en hann kom bara nokkuð vel frá sínu.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Markvörðurinn öflugi nýtti tækifærið ágætlega. Hann var góður í flestum aðgerðum sínum, bæði í föstum leikatriðum og þá sá hann ágætlega við tilraunum portúgalska liðsins.

„Ég er bara mjög stoltur að fá tækifærið og fyrsti keppnisleikur minn fyrir A-landsliðið. Frábært.“

„Það mátti alveg búast við því. Þeir eru frábærir í fótbolta,“
sagði Hákon Rafn við Fótbolta.net.

Hann gerði ein mistök í leiknum er Joao Felix átti skot sem Hákon ætlaði að handsama, en missti boltann fyrir lappirnar á Cristiano Ronaldo sem potaði honum í átt að Ricardo Horta og þaðan í netið. Hákon var ánægður með frammistöðuna en ósáttur við sjálfan sig í seinna markinu.

„Jú, heilt yfir, en maður vill alltaf gera betur. Annað markið þá missi ég boltann aðeins og Ronaldo er alltaf mættur í 'reboundið' og ef maður missir hann á þessu stigi þá er manni refsað.“

Samkeppnin um markvarðarstöðuna er hörð. Rúnar Alex Rúnarsson hefur átt markvarðarstöðuna í undankeppninni, en bekkjarseta hans hjá Cardiff hefur orðið til þess að Elías Rafn Ólafsson og Hákon hafa fengið tækifæri í liðinu. Hákon vill eigna sér stöðuna.

„Já, auðvitað eins og allir sem eru markmenn með Íslandi. Þetta er gríðarleg samkeppni og kemur bara í ljós. Það er samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig. Allir að ýta hvorum öðrum áfram, reyna að spila sinn besta leik og það kemur bara í ljós hvernig þetta verður í mars.“ sagði Hákon sem talaði einnig um tímabilið með Elfsborg í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner