Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 19. nóvember 2023 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Hákon átti flottan leik í markinu
Hákon átti flottan leik í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik með íslenska karlalandsliðinu er það tapaði fyrir Portúgal, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en hann kom bara nokkuð vel frá sínu.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Markvörðurinn öflugi nýtti tækifærið ágætlega. Hann var góður í flestum aðgerðum sínum, bæði í föstum leikatriðum og þá sá hann ágætlega við tilraunum portúgalska liðsins.

„Ég er bara mjög stoltur að fá tækifærið og fyrsti keppnisleikur minn fyrir A-landsliðið. Frábært.“

„Það mátti alveg búast við því. Þeir eru frábærir í fótbolta,“
sagði Hákon Rafn við Fótbolta.net.

Hann gerði ein mistök í leiknum er Joao Felix átti skot sem Hákon ætlaði að handsama, en missti boltann fyrir lappirnar á Cristiano Ronaldo sem potaði honum í átt að Ricardo Horta og þaðan í netið. Hákon var ánægður með frammistöðuna en ósáttur við sjálfan sig í seinna markinu.

„Jú, heilt yfir, en maður vill alltaf gera betur. Annað markið þá missi ég boltann aðeins og Ronaldo er alltaf mættur í 'reboundið' og ef maður missir hann á þessu stigi þá er manni refsað.“

Samkeppnin um markvarðarstöðuna er hörð. Rúnar Alex Rúnarsson hefur átt markvarðarstöðuna í undankeppninni, en bekkjarseta hans hjá Cardiff hefur orðið til þess að Elías Rafn Ólafsson og Hákon hafa fengið tækifæri í liðinu. Hákon vill eigna sér stöðuna.

„Já, auðvitað eins og allir sem eru markmenn með Íslandi. Þetta er gríðarleg samkeppni og kemur bara í ljós. Það er samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig. Allir að ýta hvorum öðrum áfram, reyna að spila sinn besta leik og það kemur bara í ljós hvernig þetta verður í mars.“ sagði Hákon sem talaði einnig um tímabilið með Elfsborg í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner