André Onana, markvörður Manchester United, var á sínum stað á milli stanga kamerúnska landsliðsins er liðið lagði Máritíus að velli í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM 2026.
Onana spilaði fyrstu 80 mínúturnar og hélt hreinu áður en hann meiddist í 3-0 sigri.
Hann meiddist á öxl en eftir fyrstu læknisskoðanir virðast meiðslin vera smávægileg.
Hann mun líklega ekki vera með Kamerún á útivelli gegn Líbíu í undankeppninni á þriðjudaginn, en ætti að vera klár í slaginn þegar Man Utd heimsækir Everton næsta sunnudag.
Athugasemdir