
Við fengum að sjá mörg falleg mörk á heimsmeistaramótinu í Katar en nú er þetta í höndum stuðningsmanna að kjósa um það.
Tíu mörk eru tilnefnd. Þar á meðal glæsimark Richarlison í 2-0 sigrinum á Serbíu er hann skoraði með stórkostlegri bakfallsspyrnu.
Richarlison er með tvö mörk á listanum en mark hans í 3-0 sigrinum á Suður-Kóreu er einnig með í keppninni.
Aukaspyrna Luis Chavez í 2-0 sigri Mexíkó á Sádi-Arabíu er einnig sigurstranglegt. Það vekur þó athygli að stórbrotið sigurmark Mislav Orsic í bronsleiknum gegn Marokkó, er ekki tilnefnt.
Hægt er að sjá öll mörkin með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan og um leið getur þú kosið flottasta markið.
Smelltu hér til að sjá öll tíu mörkin og kjósa flottasta markið
Athugasemdir