City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ekkert stress á Valsmönnum þrátt fyrir rólegheit á markaðnum - „Viljum breyta nálguninni"
Túfa tók við sem þjálfari í byrjun ágúst.
Túfa tók við sem þjálfari í byrjun ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar en stimplaði sig úr titilbaráttunni um mitt sumar.
Valur endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar en stimplaði sig úr titilbaráttunni um mitt sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Bent er kominn til Vals frá ÍBV.
Tómas Bent er kominn til Vals frá ÍBV.
Mynd: Valur
Valur keypti Birki Heimisson til baka frá Þór.
Valur keypti Birki Heimisson til baka frá Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron er á blaði hjá mörgum félögum.
Þorsteinn Aron er á blaði hjá mörgum félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn glímdi við meiðsli á rist og fór í aðgerð í vetur.
Tryggvi Hrafn glímdi við meiðsli á rist og fór í aðgerð í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Logi fór sömuleiðis í aðgerð og verður frá fram í febrúar.
Lúkas Logi fór sömuleiðis í aðgerð og verður frá fram í febrúar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason var á dögunum ráðinn sem yfirmaður fótboltamála hjá Val.
Arnór Smárason var á dögunum ráðinn sem yfirmaður fótboltamála hjá Val.
Mynd: Valur
Birkir Már lagði skóna á hilluna í haust.
Birkir Már lagði skóna á hilluna í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þangað til í gær hafði Valur ekki fengið inn leikmann eftir að síðasta tímabili lauk. Birkir Heimisson var eina nafnið á Komnir listanum en kaupin á honum frá Þór voru kláruð áður en tímabilinu lauk. Tómas Bent Magnússon samdi við félagið í gær og gerir þriggja ára samning.

Fótbolti.net ræddi í dag við Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem er þjálfari Vals. Hann ræddi um undirbúningstímabilið og leikmannamál.

Tveir leikmenn fóru í aðgerð - Þurfa að vera í betra standi
„Veturinn er að fara nokkuð vel af stað, við settum markmið að setja góðan grunn varðandi standið á leikmönnum, höfum verið að lyfta talsvert og æft vel. Við höfum líka endurheimt meidda leikmenn sem ströggluðu svolítið mikið með meiðsli í sumar. Tryggvi Hrafn og Lúkas Logi fóru í aðgerð eftir tímabilið. Tryggvi kemur til baka í janúar og Lúkas í febrúar."

„Strákarnir eru að leggja mikið á sig, við viljum nota þennan tíma vel núna í desember og teljum að við getum byggt ofan á það eftir áramót. Það er að sjálfsögðu fótbolti með, en við ákváðum að fara ekki í Bose-mótið, fannst ekki rétt að fara í mót rétt eftir að við byrjuðum að æfa og sérstaklega ef horft er í meiðslin í sumar. Ég er mjög ánægður með hópinn og hvernig hann hefur svarað núna í byrjun undirbúningstímabilsins."


Vill styrkja liðið en vandar valið
Hvernig horfir hópurinn við Túfa? Langar hann að gera margar breytingar á honum til viðbótar?

„Við erum með frábæran hóp, mikil gæði og miklir karakterar. Markmið númer eitt er að koma hópnum í topp stand og reyna fækka meiðslum. Við viljum styrkja liðið, það er klárt mál. Við viljum vera í baráttunni á öllum stöðum, verðum í Evrópukeppni og það þarf stóran og breiðan hóp - mikla samkeppni svo menn ýti hver öðrum áfram."

„Við viljum vanda okkur vel, fá inn menn sem tikka inn í öll box, og erum ekki að flýta okkur í einu eða neinu. Við viljum fá leikmenn sem geta komið með eiginleika inn í liðið sem við erum ekki með. Birkir Heimis og Tómas Bent tikka í þessa box, góðir strákar, með mikinn metnað, á góðum aldri og með talsverða reynslu. Við munum að sjálfsögðu taka inn einhverja leikmenn í viðbót áður en mótið byrjar, en við vöndum valið og ég, Arnór Smára og stjórn vinnum þetta vel saman."


Markaðurinn á Íslandi ekki stór
Félagið hefur verið orðað við Kára Kristjánsson, leikmann Þróttar, og þá hefur Guðjón Ernir Hrafnkelsson verið að æfa með Val. Eftitr að Tómas Bent var fenginn, hefur Túfa ennþá áhuga á því að fá Kára?

„Ég ætla ekki að tjá mig sérstaklega um samningsbundinn leikmann hjá öðru félagi. Við erum með lista af leikmönnum hérna heima sem við teljum að passi inn í það sem við erum að leitast eftir. Markaðurinn á Íslandi er ekki risastór, margir leikmenn samningsbundnir og vinnan því aðeins erfiðari fyrir okkur, eins og önnur félög."

„Við erum með frábæran hóp sem þarf bara smá nýtt blóð til viðbótar."


Vill fá menn inn í hverja línu
Birkir Már Sævarsson lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Birkir var byrjunarliðsmaður, aðal hægri bakvörður liðsins. Bróðir hans, vinstri bakvörðurinn Aron Elí Sævarsson, var orðaður við Val í vetur en valdi að vera áfram hjá Aftureldingu. Eru Valsarar í leit að bakverði?

„Við viljum fá inn leikmenn í hverja línu, vil ekki fara djúpt nákvæmlega inn í hvaða stöður. Þegar allir í hópnum er til staðar, allir í standi, þá er hann frábær og fullur af hæfileikum. Við teljum að við eigum svolítið inni í núverandi hópi, að við getum náð enn meira út úr mönnum."

„Eftir að Arnór kom inn hefur hann verið að vinna á fullu og eitt af hans hlutverkum er að hjálpa mér og stjórninni að finna leikmenn sem henta inn í okkar hóp. Við erum ekki í neinu stressi, viljum gera hlutina rétt og vanda valið."


Geggjað skref fyrir Val að fá Arnór
Hvernig er að fá inn yfirmann fótboltamála?

„Mér líst fyrst og fremst mjög vel á að hafa þennan starfsmann hjá félaginu. Úti í Svíþjóð (þar sem Túfa starfaði 2022-24) er þetta hefðbundið hjá öllum félögum. Arnór var hérna sem leikmaður 2021 þegar ég var aðstoðarþjálfari, mér líst mjög vel á hann sem karakter og þekkjandi hvernig þetta starf virkar úti í Svíþjóð þá tel ég hann vera góðan prófíl í þetta starf. Okkar vinna saman er byrjuð og ég er mjög, mjög spenntur að vinna með Arnóri. Við sjáum hlutina eins og erum að leitast eftir sömu gildum, bæði í kröfum til okkar sjálfra og líka kröfurnar sem við setjum á liðið og leikmenn og alla í kringum okkur. Ég tel þetta geggjað skref fyrir okkur sem félag að fá Arnór í þetta starf."

Tikka báðir í mörg box
Túfa hefur talað um eiginleika sem liðinu vantar. Í Tómasi Bent fær Valur leikmann sem skilar góðum hlaupatölum. Er það eitt af því sem honum fannst vanta?

„Við munum ekki vinna marga fótboltaleiki ef við höldum áfram að fá jafnmörg mörk á okkur og við fengum. Það segir sig sjálft að við þurfum að laga varnarleikinn, hluti af varnarleiknum er líka föst leikatriði. Við vorum sammála því eftir síðasta tímabil að hópurinn okkar var ekki nógu vel samsettur, þurfum að brjóta aðeins upp og ná betri jafnvægi í hópinn."

„Bæði Birkir og Tómas eru að hjálpa okkur með það. Báðir eru þeir duglegir, með mikla hlaupagetu og kraft. Þeir eru í yngri kantinum og með metnað til þess að taka næsta skref og hjálpa liðinu - eru báðir miklir liðsmenn. Þeir styrkja okkur mikið því þeir tikka í mörg box og koma með ferskt blóð inn í hlutina."


Ekki hægt að fara neinar flýtileiðir
Þjálfarinn talar um að vanda sig vel. Ef horft er i samkeppnisaðilana, mest kannski í Val og Breiðablik -
Stjarnan er svo aðeins þar á eftir. Það hafa komið yfirlýsingar frá Blikum og Víkingum með nýjum leikmönnum inn í hópana
Breiðablik hefur sótt þrjá öfluga leikmenn; Valgeir Valgeirsson, Óla Val og Ágúst Orra á meðan Víkingur hefur sótt Svein Margeir og Daníel Hafsteinsson. Þið Valsarar eru ekkert stressaðir þó að það sé kannski rólegra hjá ykkur?

„Þú nefnir nokkur lið, ég tel að mótið á næsta ári verði sterkara. Það má ekki gleyma KR, það eru nýir tímar þar og svo þekki ég menn fyrir norðan, eftir að hafa unnið bikar þá vilja KA-menn gefa svolítið í."

„Varðandi að það hafi verið rólegt hjá okkur, fyrir mér skiptir meira máli þessi stöðugleiki sem Breiðablik og Víkingur hafa náð á síðustu árum, það er vinna sem hefur verið lögð inn síðustu ár. Ekki eitthvað sem er gert í glugganum núna eða í einum glugga fyrir einhverju síðan, þetta hefur tekið nokkuð ár. Árangur þessara liða síðustu ár sýnir að þú getur ekki farið einhverjar flýtileiðir, það eru ekki einhverjir 1-2 leikmenn á markaðnum sem munu breyta öllu fyrir þig."

„Við erum einbeittir á að setja sterkan grunn. Við erum með frábæran leikmannahóp sem hefur ekki náð að sýna bestu hlið og margir leikmenn voru mikið frá í sumar. Við fórum í leiki í úrslitakeppninni á móti toppliðinum án 6-8 leikmanna að meðaltali. Það segir sig sjálft að þú ert ekkert að keppa við þau um eitt eða neitt. Við erum að hugsa þetta til lengri tíma og viljum því vanda okkur vel. Það er ekki bara spurning um að fá einn leikmann sem á að bjarga öllu."

„Síðasti titilinn kom 2020 og undanfarin ár höfum við verið svolítið langt frá því að vinna. Við viljum aðeins breyta nálguninni."


Ekki of uppteknir af aldurssamsetningunni næsta sumar
Valsmenn vilja yngja hópinn, fá inn leikmenn sem geta verið til lengri tíma. Birkir Heimisson er fæddur 2000 og Tómas Bent árið 2002.

„Það er klárlega lengri tíma hugsun í gangi. En á sama tíma viljum við vera samkeppnishæfir. Við erum stórt félag og viljum alltaf keppa um allt sem er í boði. Það þarf meira tíma til að yngja liðið, erum ekki of uppteknir af því hvernig aldurssamsetningin verður næsta sumar, en að sjálfsögðu erum við að horfa í það að þeir leikmenn sem við erum að fá inn geti verið leikmenn sem við getum nýtt á næstu árum."

Fær tækifæri til að berjast fyrir sæti í liðinu
Þorsteinn Aron Antonsson, tvítugur miðvörður sem var á láni hjá HK í sumar, hefur verið orðaður í burtu frá félaginu og fjallaði Fótbolti.net um tilboð frá HK sem Valur hafnaði.

„Þorsteinn er að æfa með okkur núna. Við tókum ákvörðun um mitt sumar að kalla hann ekki til baka úr láninu. Við töldum að það væri mikilvægt fyrir hann sjálfan og hans þróun sem leikmann að hann kláraði tímabilið með HK og fengi alla þessa leiki í efstu deild í skrokkinn. Hann byrjar núna frá núlli og fær tækifæri til að berjast fyrir sæti í liðinu," segir Túfa.
Athugasemdir
banner