Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 14:21
Enski boltinn
„Þá væri ég ekki til í að vera Arsenal stuðningsmaður"
Erling Haaland og Pep Guardiola.
Erling Haaland og Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Manchester City hefur verið að spila nokkuð vel að undanförnu og það er spurning hvort þeir séu tilbúnir í titilbaráttuna á nýjan leik.

City hefur unnið sex leiki í röð en þeir eru tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Þeir unnu þægilegan útisigur á Crystal Palace um síðustu helgi.

„Þeir fara á toppinn ef þeir vinna á morgun, þangað til Arsenal spilar," sagði Magnús Haukur Harðarson í Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Mér líður eins og vélin sé farin að malla. Þá geta þeir gert hvað sem er," sagði Kári Snorrason í þættinum.

„Þá væri ég ekki til í að vera Arsenal stuðningsmaður. Ég þekki það," sagði Magnús Haukur sem er stuðningsmaður Liverpool en hans menn hafa oftar en einu sinni tapað baráttunni gegn Man City um Englandsmeistaratitilinn.
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Athugasemdir
banner
banner