Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 13:00
Kári Snorrason
Þjálfari Strasbourg ósáttur með baulin gegn Blikum
Rosenior tók við starfinu í fyrra eftir að leiðir Strasbourg skildu við Patrick Vieira.
Rosenior tók við starfinu í fyrra eftir að leiðir Strasbourg skildu við Patrick Vieira.
Mynd: EPA
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Liam Rosenior, þjálfari Strasbourg, var ánægður með frammistöðu liðsins er liðið lagði Breiðablik af velli í lokaumferð Sambandsdeildarinnar í gærkvöldi.

Leikar enduðu 3-1 en þeir frönsku komust snemma yfir. Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og var staðan jöfn þar til á 80. mínútu þegar Strasbourg tók forystu á ný.

Stuðningsmenn Strasbourg voru ósáttir við að liðið væri að gera jafntefli við Breiðablik og baulaði á liðið í hálfleik og í síðari hálfleik. Rosenior var svekktur með stuðningsmenn og lét í sér heyra á blaðamannafundi eftir leik.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum, virkilega miklum vonbrigðum, þegar ég heyrði baul í garð liðsins í hálfleik. Ég er hér til að verja leikmennina mína og ég elska þennan hóp.

Við þurfum að vera raunsæir. Á síðasta tímabili enduðum við í sjöunda sæti. Í dag erum við enn í sjöunda sæti í deildinni og við vorum að vinna deildina í Sambandsdeildinni með yngsta lið Evrópu.

Að liðið mitt eigi skilið baul þegar leikmenn leggja sig alla fram í hverjum einasta leik, óháð nýlegum úrslitum í deildinni, er afar svekkjandi. Stundum finnst mér eins og sumir njóti þess að sjá okkur mistakast og það er ósanngjarnt gagnvart þessum unga leikmannahópi.“

Athugasemdir
banner
banner