Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. janúar 2021 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að halda Ísaki - „Mjög vitur leikmaður"
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rikard Norling tók nýverið við stjórn Íslendingaliðsins Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni.

Á mála hjá félaginu eru Finnur Tómas Pálmason, Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson.

Ísak Bergmann er aðeins 17 ára gamall, en þrátt fyrir ungan aldur spilaði hann stórt hlutverk í liðinu í fyrra. Mikill áhugi er á Ísaki frá stórum félögum í Evrópu og hafa verið sterkar sögusagnir um að hann sé á förum í janúar.

Í samtali við Aftonbladet segir Norling vonast til þess að Ísak verði áfram hjá félaginu og hjálpi því að vinna sænska meistaratitilinn. Hann er mjög hrifinn af Skagamanninum unga en hann talaði um hann í samtali við Fotbollskanalen.

„Það er kannski aðeins of snemmt fyrir mig að vera tjá mig um hann, en reynsla mín af honum er sú að hann er mjög vitur leikmaður og umfram allt er hann mjög þroskaður. Það er það sem stendur upp úr hjá mér," segir Norling.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner