Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   fim 20. janúar 2022 16:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég kann svo virkilega að meta stjórann"
Anthony Elanga skoraði sitt annað mark fyrir aðallið Manchester United í gær. Hann byrjaði sinn annan leik í röð og kom United yfir gegn Brentford með marki tiltölulega snemma í seinni hálfleik.

Lokatölur leiksins urðu 1-3 fyrir gestina frá Manchester og var þessi sænski kantmaður í viðtali hjá BT Sport eftir leik.

„Í seinni hálfleik spiluðum við okkar besta fótbolta, við stigum virkilega upp. Fyrsta markið setti okkur á góðan stað og svo kom annað og þriðja markið," sagði Elanga.

„Fyrsta snertingin kom mér í góða stöðu, ég sá markmanninn koma út á móti og sá að ég þurfti að skalla boltann í netið."

Hann var spurður út í stjórann Ralf Rangnick. „Ég vil halda áfram að leggja hart að mér og skora fleiri mörk. Ég kann svo virkilega að meta stjórann. Það er mikil ákefð á æfingum og sjáum að ef við leggjum hart að okkur þá nærðu í úrslitin sem þú átt skilið," bætti þessi nítján ára leikmaður við.

Elanga gekk í raðir Manchester United frá Malmö árið 2014 og lék hann sinn fyrsta leik með aðalliði United á síðasta ári.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner