Hvíti Riddarinn tilkynnti í dag að nýtt teymi væri tekið við þjálfun liðsins. Ásbjörn Jónsson verður aðalþjálfari og Vigfús Geir Júlíusson verður honum til halds og trausts.
Ásbjörn tekur við af Ásgeiri Frank Ásgeirssyni sem hélt í Fjölni í vetur og er þar aðstoðarþjálfari. Hvíti Riddarinn er í 3. deild, liðið endaði í 6. sæti deildarinnar í fyrra. Félagið er venslafélag Aftureldingar.
Ásbjörn tekur við af Ásgeiri Frank Ásgeirssyni sem hélt í Fjölni í vetur og er þar aðstoðarþjálfari. Hvíti Riddarinn er í 3. deild, liðið endaði í 6. sæti deildarinnar í fyrra. Félagið er venslafélag Aftureldingar.
Úr tilkynningu Hvíta Riddarans
Þessir eru Mosfellingum kunnugum þar sem þeir hafa báðir verið mikið í kringum knattspyrnuna í Mosfellsbæ.
Ásbjörn eða Ási eins og hann er kallaður hefur bæði þjálfað og spilað með Hvíta Riddaranum áður auk þess gerði hann 3. flokk karla í Aftureldingu Íslandsmeistara árið 2018.
Vigfús hefur verið að þjálfa 2. flokk karla í Aftureldingu síðustu 3 síðustu ár við góðan orðstír, Vigfús mun halda áfram að vera inn í teyminu hjá þeim sem gefur okkur kleift að vera með gott samstarf við 2. flokk Aftureldingar.
Við viljum bjóða Ása og Vigga velkomna til Hvíta Riddarans
Hvíti Riddarinn - ekki bara lið heldur lífsstíll
Athugasemdir