Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 14:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Sigurjóns óvænt áfram hjá KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR og er því samningsbundinn út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans rann út eftir síðasta tímabil og hefur hann því verið samningslaus í þrjá mánuði.

Atli er örvfættur kantmaður sem fæddur er árið 1991. Hann er uppalinn hjá Þór og hefur einnig leikið með KR og Breiðabliki á sínum ferli.

Atli hefur verið hjá KR frá árinu 2017 og verið í Vesturbænum fyrir utan seinni hluta tímabilsins 2017 þegar hann var lánaður í Þór. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og 2019 og bikarmeistari 2014.

Hann skoraði sex mörk og lagði upp tvö mörk í 23 leikjum í deildinni síðasta sumar. Undir stjórn Óskars Hrafn Þorvaldssonar spilaði hann nokkra leiki í vinstri bakverði og verður fróðlegt að sjá hvort framhald verði á því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner