Skandinavísku félögin Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn eru búin að tryggja sig í 16-liða úrslit í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni eftir sigra kvöldsins.
Bodö/Glimt tók á móti FC Twente eftir að hafa tapað 2-1 úti í Hollandi og var gríðarleg dramatík á lokamínútum venjulegs leiktíma í kvöld.
Staðan var 1-1 á 90. mínútu og virtist Twente vera að landa sigrinum en heimamenn í Bodö skoruðu tvö mörk á innan við tveggja mínútna kafla í uppbótartímanum.
Þeir snéru stöðunni þannig við og héldu að þeir væru búnir að gera sigurmarkið, en svo var ekki því gestirnir frá Hollandi svöruðu fyrir sig með marki á 96. mínútu til að knýja leikinn í framlengingu.
Þegar þangað var komið ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum en undir lokin tókst heimamönnum í Bodö að tryggja sér sigur með tveimur mörkum. Lokatölur urðu því 5-2 í Noregi og vinnur Bodö/Glimt viðureignina samanlagt 6-4.
Í Þýskalandi tók efstudeildarfélag Heidenheim á móti danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn eftir að hafa sigrað fyrri leikinn í Danmörku.
Heimamenn í Heidenheim voru því í kjörstöðu þar til Amin Chiakha skoraði eftir stoðsendingu frá Kevin Diks og jafnaði þannig einvígið. Eftir leikhlé skoraði Diks úr vítaspyrnu og tóku heimamenn í Heidenheim völdin á vellinum eftir það.
Þeim tókst þó ekki að skapa sér mikið en Leo Scienza skoraði á 74. mínútu til að senda leikinn í framlengingu.
Þegar í framlenginguna var komið ríkti jafnræði með liðunum en Rodrigo Huescas tókst að gera sigurmark fyrir FCK á 114. mínútu og tryggja danska félagið þannig áfram í 16-liða úrslitin.
Rúnar Alex Rúnarsson var ónotaður varamaður hjá FCK.
Bodo-Glimt 5 - 2 Twente
0-1 Fredrik Sjovold ('26 , sjálfsmark)
1-1 Kasper Hogh ('56 , víti)
2-1 Brice Wembangomo ('92 )
3-1 Mees Hilgers ('94, sjálfsmark)
3-2 Sem Steijn ('96 )
4-2 Sondre Fet ('111 )
5-2 Arno Verschueren ('114 , sjálfsmark)
Heidenheim 1 - 3 FC Kobenhavn
0-1 Amin Chiakha ('37 )
0-2 Kevin Diks ('53 , víti)
1-2 Leo Scienza ('74 )
1-3 Rodrigo Huescas ('114 )
Athugasemdir