Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 22:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: ÍA lagði Grindavík - Pálmi Rafn og Theodór Elmar töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum kvöldsins í Lengjubikar karla er lokið og hafa úrslit borist úr tveimur af þremur leikjum.

Í A-deild sigraði ÍA 3-0 gegn Grindavík þar sem Hinrik Harðarson, Gabríel Snær Gunnarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason skoruðu mörkin.

Hinrik skoraði í fyrri hálfleik áður en Gabríel Snær og Jón Gísli gerðu út um viðureignina í þeim síðari.

Skagamenn eru með fimm stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar, tveimur stigum meira heldur en Grindvíkingar.

KFG lagði þá KV að velli í afar fjörugum slag í B-deildinni, þar sem lokatölur urðu 4-3 og fór eitt rautt spjald á loft.

Pálmi Rafn Pálmason og Theodór Elmar Bjarnason voru í byrjunarliði KV gegn ungu liði KFG sem hafði þó betur. Pálmi Rafn skoraði í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

ÍA 3 - 0 Grindavík
1-0 Hinrik Harðarson ('25 )
2-0 Gabríel Snær Gunnarsson ('68 )
3-0 Jón Gísli Eyland Gíslason ('81)

KFG 4 - 3 KV
1-0 Jón Björgvin Jónsson ('4 )
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('25 )
2-1 Pétur Máni Þorkelsson ('28 )
3-1 Daníel Darri Þorkelsson ('42 )
3-2 Askur Jóhannsson ('50 )
4-2 Guðmundur Ísak Bóasson ('63 )
4-3 Agnar Þorláksson ('82 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Guðmundur Ísak Bóasson , KFG ('81)



ÍA Árni Marinó Einarsson (m), Johannes Björn Vall, Hlynur Sævar Jónsson (82'), Oliver Stefánsson (46'), Ómar Björn Stefánsson (67'), Albert Hafsteinsson (60'), Hinrik Harðarson, Erik Tobias Tangen Sandberg, Marko Vardic (55'), Jón Gísli Eyland Gíslason
Varamenn Arnór Valur Ágústsson (67'), Gabríel Snær Gunnarsson (60'), Birkir Hrafn Samúelsson (82'), Guðfinnur Þór Leósson (55'), Hilmar Elís Hilmarsson (46'), Haukur Andri Haraldsson (46'), Jón Sölvi Símonarson (m)

Grindavík Stefán Óli Hallgrímsson (m), Arnór Gauti Úlfarsson, Sölvi Snær Ásgeirsson (75'), Ármann Ingi Finnbogason (46'), Gísli Grétar Sigurðsson (60'), Breki Þór Hermannsson (79'), Árni Salvar Heimisson, Christian Bjarmi Alexandersson, Lárus Orri Ólafsson (46'), Sindri Þór Guðmundsson, Eysteinn Rúnarsson (46')
Varamenn Viktor Guðberg Hauksson (46), Adam Árni Róbertsson (46), Þórður Davíð Sigurjónsson, Andri Karl Júlíusson Hammer (75), Mikael Máni Þorfinnsson (60), Friðrik Franz Guðmundsson (46), Eyþór Örn Eyþórsson (79)

KFG Guðmundur Reynir Friðriksson (m), Stefán Alex Ríkarðsson, Pétur Máni Þorkelsson (64'), Atli Freyr Þorleifsson, Ingvar Atli Auðunarson, Arnar Ingi Valgeirsson (18'), Guðmundur Ísak Bóasson, Bóas Heimisson (40'), Jón Björgvin Jónsson, Daníel Darri Þorkelsson
Varamenn Tómas Orri Almarsson (90'), Bjarni Pálmason, Adrían Baarregaard Valencia (18'), Matthías Hildir Pálmason (40'), Dagur Óli Grétarsson (64'), Bernharður M Guðmundsson

KV Eiður Orri Kristjánsson (m), Theodór Elmar Bjarnason (64'), Agnar Þorláksson, Eiður Snorri Bjarnason (46'), Vilhelm Bjarki Viðarsson (76'), Pálmi Rafn Pálmason (76'), Jón Ernir Ragnarsson (76'), Konráð Bjarnason, Jóhannes Sakda Ragnarsson (76'), Einar Már Þórisson (80')
Varamenn Ari Frederic Cary-Williams (64), Jökull Tjörvason (76), Oddur Ingi Bjarnason (76), Styrkár Jökull Davíðsson (80), Gunnar Magnús Gunnarsson (76), Tristan Alex Tryggvason (46), Magnús Valur Valþórsson (76)
Athugasemdir
banner
banner
banner