
Ísland og Sviss mætast í Zurich í Sviss annað kvöld en um er að ræða fyrsta leikinn í Þjóðadeild kvenna þetta árið.
Liðið hefur æft í Zurich í vikunni og gengið vel en þær komu í fyrsta sinn inn á keppnisvöllinn á Stadion Letzigrund í dag á lokaæfinguna fyrir leik.
„Það hefur gengið fínt, það eru allar heilar og klárar í leikinn svo það er bara jákvætt. Það hefur ekkert komið uppá og gengið smurt eins og er sem er gott í aðdraganda leiks," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari íslenska liðsins við Fótbolta.net á keppnisvellinum í dag.
Fótbolti.net mun fylgja íslenska liðinu vel eftir í verkefninu en á laugardaginn mun liðið ferðast til Le Mans í Frakklandi þar sem þær mæta Frökkum á þriðjudagskvöldið og við fylgjum þeim líka eftir þar.
Athugasemdir