Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía: Jóhann Berg byrjaði í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Al-Orubah sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Al-Fateh í fallbaráttu efstu deildar í Sádi-Arabíu.

Al-Fateh vippaði sér upp úr botnsætinu með þessum sigri og er núna í næstneðsta sæti deildarinnar, með 16 stig eftir 21 umferð. Þetta var annar sigur liðsins í röð en Jóhann Berg og félagar í liði Al-Orubah eru aðeins fjórum stigum fyrir ofan.

Cristian Tello var ásamt Jóa Berg í byrjunarliði Al-Orubah og þá var Kurt Zouma ónotaður varamaður, en hann er að snúa aftur eftir meiðsli.

Al-Feiha og Al-Khaleej gerðu þá markalaust jafntefli þar sem Chris Smalling og Konstantinos Fortounis mættust í spennandi slag áður en Al-Raed sigraði á útivelli gegn Al-Riyadh.

Al-Fateh 1 - 0 Al-Orubah

Al-Feiha 0 - 0 Al-Khaleej

Al-Riyadh 1 - 3 Al-Raed

Athugasemdir
banner
banner
banner