Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Andri úr leik þrátt fyrir sigur - FCK í framlengingu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Sambandsdeild Evrópu en það er framlenging í Heidenheim í Þýskalandi, þar sem heimamenn eru í miklu basli gegn FC Kaupmannahöfn.

Heidenheim vann fyrri leikinn í Danmörku en Danirnir voru ekki búnir að játa sig sigraða. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður FCK.

Real Betis er komið áfram í næstu umferð eftir tap á heimavelli gegn Gent frá Belgíu. Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði á bekknum en fékk að spila síðustu 20 mínúturnar í liði Gent.

Antony var í byrjunarliði heimamanna í Betis en var skipt af velli fyrir Isco eftir 58 mínútna leik.

Archie Brown skoraði eina mark leiksins undir lokin, skömmu eftir að brasilíski táningurinn Vitor Roque fékk að líta beint rautt spjald. Betis vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og fer því áfram í næstu umferð, samanlagt 3-2.

Tvö af sterkustu liðunum frá Kýpur mættust svo í óheppilegum slag fyrir kýpverskan fótbolta, þar sem hefði verið betra fyrir fótboltann í landinu að bæði lið kæmust áfram í 16-liða úrslitin.

Pafos hafði þó betur, 2-1, gegn Omonia eftir að liðin höfðu skilið jöfn í fyrri leiknum.

Að lokum er Borac Banja Luka, sem Víkingur R. sigraði í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa slegið Olimpija Ljubljana úr leik í Slóveníu.

Heidenheim 1 - 2 FC Kobenhavn (3-3 samanlagt)
0-1 Amin Chiakha ('37 )
0-2 Kevin Diks ('53 , víti)
1-2 Leo Scienza ('74 )

Betis 0 - 1 Gent (3-2 samanlagt)
0-1 Archie Brown ('87 )
Rautt spjald: Vitor Roque, Betis ('82)

Pafos FC 2 - 1 Omonia (3-2 samanlagt)
1-0 Bruno ('28 )
1-1 Stevan Jovetic ('60 )
2-1 Jonathan Silva ('65 )

Olimpija 0 - 0 Borac BL (0-1 samanlagt)
0-0 Alex Blanco ('7 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner