Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu markaveislu KR gegn Leikni - Magnaður undirbúningur Gabríels Hrannars
Frábær undirbúningur í marki tvö.
Frábær undirbúningur í marki tvö.
Mynd: KR
Aron skoraði tvö.
Aron skoraði tvö.
Mynd: Mummi Lú
KR vann í gær 1-6 sigur á Leikni í Lengjubikarnum. KR hefur birt upptöku af mörkum liðsins og má sjá þau í spilaranum hér að neðan.

Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, skoraði tvö mörk fyrir KR í leiknum, bæði voru þau nokkuð glæsileg en fyrra markið stendur þó upp úr.

Gabríel Hrannar Eyjólfsson átti stóran þatt í því, kom á miklum spretti með boltann í átt að vítateig Leiknis, lagði boltann á Stefán Árna sem tók við honum. Gabríel átti svo sjálfur næstu snertingu, kom sér að D-boganum og náði að senda boltann með hælnum inn fyrir á Aron sem skoraði með mjög svo smekklegri vippu yfir markmann Leiknis.

Stefán Árni Geirsson, Jóhannes Kristinn Bjarnason, Ástbjörn Þórðarson og Róbert Elís Hlynsson skoruðu hin mörk KR. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði mark Leiknis eftir að KR komst í 0-6.


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Stjarnan 2 2 0 0 9 - 2 +7 6
2.    KR 2 2 0 0 8 - 1 +7 6
3.    Keflavík 2 1 0 1 1 - 2 -1 3
4.    Leiknir R. 2 0 1 1 6 - 11 -5 1
5.    Selfoss 2 0 1 1 5 - 11 -6 1
6.    ÍBV 2 0 0 2 2 - 4 -2 0
Athugasemdir
banner
banner