Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
banner
   fim 20. febrúar 2025 15:30
Hilmar Jökull Stefánsson
Tólfan blæs til veislu á Ölveri
Tólfutreyjan - Mætt aftur eftir 9 ára bið - Ódýrari kostur fyrir stuðningsmenn Íslands
Tólfan í góðum gír
Tólfan í góðum gír
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tólfan, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í knattspyrnu, býður öllum stuðningsmönnum Íslands í sannkallaða fótboltaveislu á Ölveri föstudaginn 28. febrúar næstkomandi.

Þar munu íslenskir stuðningsmenn koma saman og vonandi mæta góðir gestir sem tengst hafa landsliðum Íslands og aðrir sem gera það enn.


Tólfan, í samstarfi við Macron, Ölver, Gull og Kristal munu þetta kvöld sýna nýju Tólfutreyjuna í fyrsta sinn, en hún verður til sölu hjá Macron. Fyrstu 50 gestirnir sem mæta í bláu á staðinn fá frían bjór í boði Ölvers og Gull.

Treyjan mun kosta 8.990kr. án nafnamerkingar og 9.990kr. með nafnamerkingu, en þetta eru verð sem sjást sjaldan á Íslandi þegar kemur að fótboltatreyjum. Þessi verð eru þau sömu og Tólfutreyjan kostaði fyrir tæplega 10 árum síðan, þegar Tólfan gaf síðast út treyju.

Treyjan verður í boði í barnaútgáfu og í stærðum upp í 4XL og verða Macron með eitthvað magn af treyjum á staðnum, en salan fer síðan á fullt í Mars.

Þeir sem versla treyju 28. febrúar eða í forsölu, munu fara í pott og verður einn heppinn einstaklingur dreginn út, en sá aðili fær Tólfutreyju, áritaða af kvennalandsliðinu.

Einnig geta fyrirtæki haft samband við Tólfuna ef þau vilja panta sérmerkta treyju. 

Hafðu samband við Tólfuna hérna.

Hægt er að lesa meira um viðburðinn hérna.


Athugasemdir
banner
banner