Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19 stelpurnar unnu flottan sigur á Skotum
Byrjunarlið Íslands í síðasta leik liðsins í nóvember.
Byrjunarlið Íslands í síðasta leik liðsins í nóvember.
Mynd: KSÍ
Brynja Rán innsiglaði sigur Íslands í leiknum.
Brynja Rán innsiglaði sigur Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skotland 1 - 3 Ísland
0-1 Hrefna Jónsdóttir ('9)
1-1 Lisa Forrest ('17)
1-2 Freyja Stefánsdóttir ('26)
1-3 Brynja Rán Knudsen ('60)

Íslenska U19 ára landslið kvenna mætti í dag Skotlandi í æfingaleik ytra. Í liðinu voru leikmenn sem fæddir eru 2006 og 2007.

Hrefna Jónsdóttir kom Íslandi yfir eftir rétt tæplega níu mínútna leik þegar hún pressaði markmann Skota og hreinsun markmannsins fór af Hrefnu og í net skoska liðsins.

Skotar jöfnuðu leikinn á 17. mínútu eftir að hafa haldið boltanum innan liðsins. Fyrirliði Skota, Lisa Forrest, átti skot úr teignum sem fór af varnarmanni og í íslenska netið.

Freyja Stefánsdóttir kom Íslandi aftur yfir á 26. mínútu eftir frábæra langa sendingu frá Helgu Rut Einarsdóttir. Sendingin var í hæsta gæðaflokki og Freyja kláraði færið svo mjög snyrtilega.

Staðan í leikhléi var 1-2 fyrir íslenska liðið og á 60. mínútu skoraði Brynja Rán Knudsen þriðja mark Íslands og síðasta mark leiksins. Freyja gerði tilkall til vítaspyrnu, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir vann boltann við vítateig Skota, sendi á Brynju sem átti þunga snertingu en náði að vinna boltann aftur. Brynja lét svo vaða á mark Skota hægra megin við D-bogann og smellti boltanum í fjærhornið.

1-3 lokatölur og liðin mætast aftur á sunnudag klukkan 14:00.

Athugasemdir
banner
banner
banner