Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   lau 20. apríl 2024 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola ósáttur þrátt fyrir sigur - „Þetta er óásættanlegt“
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Guardiola talaði um Rodri og Kyle Walker
Guardiola talaði um Rodri og Kyle Walker
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki ánægður þegar hann sat á blðamannafundi eftir að lið hans kom sér í úrslitaleik enska bikarsins í dag, en hann lét þar enska fótboltsambandið og þá sem sjá um raða niður leikjum, heyra það.

Bernardo Silva skaut Man City í úrslit annað árið í röð með marki undir lok leiks gegn Chelsea en Guardiola hafði ekkert út á frammistöðu liðsins að setja.

Hann var ósáttur við að leikurinn hafi verið settur á laugardag, aðeins þremur dögum eftir að liðið spilaði 120 mínútur og vítaspyrnukeppni gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Þetta er óásættanlegt að láta okkur spila í dag. Það er ómögulegt fyrir heilsu leikmanna og bara alls ekkert eðlilegt við það. Þetta er óásættanlegt. 120 mínútur, með allar þessar tilfinningar gegn Maadrid, hvernig við töpum, svona í hreinskilni þá veit ég að enski bikarinn er sérstakur í þessu landi, en þetta snýst um heilsu leikmanna. Ég skil ekki hvernig við fórum að því að þrauka af í dag,“ sagði Guardiola, sem var síðan spurður hvort hann væri búinn að ræða við fótbolta yfirvöld um málið.

„Heldur þú að að virki að krefjast þess að fá eitthvað í gegn? Eina valdið sem ég hef er það sem ég segi hér. Af hverju spiluðum við ekki leikinn á morgun? Chelsea, Manchester United og Coventry spiluðu ekki í miðri viku.“

„Ég hef hugsað mikið um þetta. Fyrir tveimur árum mættum við Dortmund á miðvikudegi og síðan Liverpool í undanúrslitum bikarsins á laugardegi. Þeir voru 3-0 yfir í hálfleik og gengu frá okkur.

„Andlega var ótrúlega erfitt að ná endurheimt. Rodri, hvernig hann spilaði í dag og Kyle, sem var frá í nokkrar vikur. Ég bara skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af.“

„Við viljum spila fótbolta og elskum að spila fótbolta, en þetta er of mikið. Við munum verja bikarinn okkar og verðum mættir.“

„Þeir drápu okkur í umbreytingum. Það var mjótt á mununum og ég hugsaði bara að ég vildi alls ekki framlengingu.“


Guardiola talaði við leikmenn fyrir leikinn. Allir voru auðvitað vonsviknir að detta úr leik í Meistaradeildinni, en þá sagði hann þeim að nota þá tilfinningu í leiknum í dag.

„Ég sagði þeim að berjast ekki við tilfinningar sínar. Ef þið eruð leiðir þá er það þannig. Ef þið eru vonsviknir þá eruð þið vonsviknir. Ég er leiður og ótrúlega niðurlútur, en við spiluðum stórkostlegan leik. Ég sagði ef þeir væru leiðir þá ættu þeir að nota þá tilfinningu í spilinu,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner