Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 20. apríl 2024 16:50
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir: Við getum aðeins kvartað en ekki mikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari karlaliðs FH var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann HK í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Ég er ánægður með þennan sigur, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. HK eru erfiðir í Kórnum og mér fannst vera miklu meiri andi í þeim í þessum leik heldur en í leikjunum tveim á undan. Þeir eru virkilega að spila fyrir hvorn annan, og berjast fyrir hvorn annan. Þó svo að við höfum verið betri þá ná þeir að loka ágætlega á okkur, þetta var þolinmæði og við sýndum það, og unnum sanngjarnan sigur."

FH var mun sterkari aðilinn í leiknum en það gekk illa að koma fyrsta markinu að. Það kom þó á 67. mínútu og Heimir segir að það hafi verið léttir.

„Frábær sending frá Nóra (Arnór Borg) og Ástbjön með gott hlaup, kláraði þetta vel. Það svona braut ísinn og hjálpaði okkur aðeins að keyra þetta heim. Ég er ánægður með að halda hreinu, við fengum á okkur 4 mörk í fyrstu tveimur leikjunum, við náum loksins að halda hreinu í dag."

FH er komið með 6 stig af 9 mögulegum, sem verður að teljast ágæt byrjun miðað við að flestir hafa spáð liðinu um miðja töflu.

„Ég hefði nú viljað 7 (stig) en við tökum 6. Ég meina við erum búnir að spila 3 útileiki, erum ekki ennþá búnir að spila heimaleik. Þannig að jú við getum aðeins kvartað en ekki mikið."

Kaplakrikavöllur heimavöllur FH er ekki tilbúinn til þess að spila á og Heimir segir að það getur verið eitthvað í það.

„Ég fór út á hann í gærmorgun, ég er nú enginn sérfræðingur en ég held að það sé eitthvað í hann miðað við hvernig hann leit út."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner