Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 20. apríl 2024 20:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Markinu í dag fagnað.
Markinu í dag fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að ég myndi byrja leikinn í gær, ég kom inn fyrir mann sem er meiddur í öxlinni og ég var bara klár," sagði Freyr Sigurðsson, hetja Framara, eftir sigur gegn KR í dag.

Freyr skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Ég var mjög stressaður til að byrja með en svo bara gerði ég mína hluti og hélt áfram. Það var geggjað að skora, ég var byrjaður að fagna áður en ég skaut í boltann, sá að það var galopið mark. Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn."

„Það var geggjað að vinna KR í fyrsta byrjunarliðsleiknum, getur ekki orðið betra."

„Það var erfitt að halda boltanum, hann var sleipur og svona en þetta var allt í lagi (að spila í þessu veðri). Ég er vanur þessu."


Freyr er átján ára Hornfirðingur sem lék með Sindra í 2. deild í fyrra. Hvernig er að spila í Bestu deildinni?

„Ég fer inn með sama hugarfar, held áfram að gera mína hluti. Þetta er bara sama íþróttin."

Freyr er í framhaldsskóla í Reykjavík. En af hverju Fram?

„Ég fór í skóla í bænum eftir að ég kláraði grunnskólann á Höfn, Fram var bara liðið sem var nálægt og það er búið að vera geggjað. Ég var að spá líka í FH, en það er mikið lengra í burtu þannig ég valdi bara Fram."

Varstu að hugsa að þú værir að fara spila í fyrstu leikjunum í Bestu deildinni?

„Nei, ég held ekki. Ég hélt ég yrði bara heima á Höfn, myndi spila þar. En þetta er bara geggjað."

„Það er geggjað að spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar, hann er bara næs gæi,"
sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir
banner
banner