Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   lau 20. apríl 2024 20:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Markinu í dag fagnað.
Markinu í dag fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að ég myndi byrja leikinn í gær, ég kom inn fyrir mann sem er meiddur í öxlinni og ég var bara klár," sagði Freyr Sigurðsson, hetja Framara, eftir sigur gegn KR í dag.

Freyr skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Ég var mjög stressaður til að byrja með en svo bara gerði ég mína hluti og hélt áfram. Það var geggjað að skora, ég var byrjaður að fagna áður en ég skaut í boltann, sá að það var galopið mark. Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn."

„Það var geggjað að vinna KR í fyrsta byrjunarliðsleiknum, getur ekki orðið betra."

„Það var erfitt að halda boltanum, hann var sleipur og svona en þetta var allt í lagi (að spila í þessu veðri). Ég er vanur þessu."


Freyr er átján ára Hornfirðingur sem lék með Sindra í 2. deild í fyrra. Hvernig er að spila í Bestu deildinni?

„Ég fer inn með sama hugarfar, held áfram að gera mína hluti. Þetta er bara sama íþróttin."

Freyr er í framhaldsskóla í Reykjavík. En af hverju Fram?

„Ég fór í skóla í bænum eftir að ég kláraði grunnskólann á Höfn, Fram var bara liðið sem var nálægt og það er búið að vera geggjað. Ég var að spá líka í FH, en það er mikið lengra í burtu þannig ég valdi bara Fram."

Varstu að hugsa að þú værir að fara spila í fyrstu leikjunum í Bestu deildinni?

„Nei, ég held ekki. Ég hélt ég yrði bara heima á Höfn, myndi spila þar. En þetta er bara geggjað."

„Það er geggjað að spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar, hann er bara næs gæi,"
sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir
banner