Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
   lau 20. apríl 2024 20:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Markinu í dag fagnað.
Markinu í dag fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi að ég myndi byrja leikinn í gær, ég kom inn fyrir mann sem er meiddur í öxlinni og ég var bara klár," sagði Freyr Sigurðsson, hetja Framara, eftir sigur gegn KR í dag.

Freyr skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Ég var mjög stressaður til að byrja með en svo bara gerði ég mína hluti og hélt áfram. Það var geggjað að skora, ég var byrjaður að fagna áður en ég skaut í boltann, sá að það var galopið mark. Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn."

„Það var geggjað að vinna KR í fyrsta byrjunarliðsleiknum, getur ekki orðið betra."

„Það var erfitt að halda boltanum, hann var sleipur og svona en þetta var allt í lagi (að spila í þessu veðri). Ég er vanur þessu."


Freyr er átján ára Hornfirðingur sem lék með Sindra í 2. deild í fyrra. Hvernig er að spila í Bestu deildinni?

„Ég fer inn með sama hugarfar, held áfram að gera mína hluti. Þetta er bara sama íþróttin."

Freyr er í framhaldsskóla í Reykjavík. En af hverju Fram?

„Ég fór í skóla í bænum eftir að ég kláraði grunnskólann á Höfn, Fram var bara liðið sem var nálægt og það er búið að vera geggjað. Ég var að spá líka í FH, en það er mikið lengra í burtu þannig ég valdi bara Fram."

Varstu að hugsa að þú værir að fara spila í fyrstu leikjunum í Bestu deildinni?

„Nei, ég held ekki. Ég hélt ég yrði bara heima á Höfn, myndi spila þar. En þetta er bara geggjað."

„Það er geggjað að spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar, hann er bara næs gæi,"
sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner