Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn
„Ég vissi að ég myndi byrja leikinn í gær, ég kom inn fyrir mann sem er meiddur í öxlinni og ég var bara klár," sagði Freyr Sigurðsson, hetja Framara, eftir sigur gegn KR í dag.
Freyr skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.
Freyr skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.
Lestu um leikinn: KR 0 - 1 Fram
„Ég var mjög stressaður til að byrja með en svo bara gerði ég mína hluti og hélt áfram. Það var geggjað að skora, ég var byrjaður að fagna áður en ég skaut í boltann, sá að það var galopið mark. Ég hugsaði eftir á að það hefði verið dálítið vandræðalegt ef ég hefði byrjað að fagna en svo ekki skorað, en þetta fór inn."
„Það var geggjað að vinna KR í fyrsta byrjunarliðsleiknum, getur ekki orðið betra."
„Það var erfitt að halda boltanum, hann var sleipur og svona en þetta var allt í lagi (að spila í þessu veðri). Ég er vanur þessu."
Freyr er átján ára Hornfirðingur sem lék með Sindra í 2. deild í fyrra. Hvernig er að spila í Bestu deildinni?
„Ég fer inn með sama hugarfar, held áfram að gera mína hluti. Þetta er bara sama íþróttin."
Freyr er í framhaldsskóla í Reykjavík. En af hverju Fram?
„Ég fór í skóla í bænum eftir að ég kláraði grunnskólann á Höfn, Fram var bara liðið sem var nálægt og það er búið að vera geggjað. Ég var að spá líka í FH, en það er mikið lengra í burtu þannig ég valdi bara Fram."
Varstu að hugsa að þú værir að fara spila í fyrstu leikjunum í Bestu deildinni?
„Nei, ég held ekki. Ég hélt ég yrði bara heima á Höfn, myndi spila þar. En þetta er bara geggjað."
„Það er geggjað að spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar, hann er bara næs gæi," sagði Freyr að lokum.
Athugasemdir