Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   lau 20. apríl 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórburarnir.
Fjórburarnir.
Mynd: Þór/KA
Sér um að koma liðinu heim.
Sér um að koma liðinu heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Söngvari og öryggisstjóri.
Söngvari og öryggisstjóri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sér um skemmtiatriðin.
Sér um skemmtiatriðin.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
33% líkur.
33% líkur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sú erfiðasta.
Sú erfiðasta.
Mynd: EPA
Besta deild kvenna hefst á morgun! Hér á Fótbolta.net er spáin í blússandi gangi og komið er að því að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er 3. sæti í sumar.

Hulda Björg er Þórsari sem leikið hefur allan sinn feril fyrir norðan og bar fyrirliðabandið tímabilið 2022 hjá Þór/KA. Hún á að baki 126 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað sjö mörk. Þá hefur hún skorað eitt mark í fimm Evrópuleikjum. Á sínum tíma lék hún 28 leiki fyrir yngri landsliðin og í fyrra lék hún tvo leiki fyrir U23 landsliðið.

Í dag sýnir Hulda á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hulda Björg Hannesdóttir

Gælunafn: Ekkert ennþá

Aldur: 23 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2016, engin hetjusaga sem fylgir þessum nokkrum mín sem ég spilaði, en ætli það sé ekki minnistæðast að ég var ekki varnamaður þá

Uppáhalds drykkur: Grænn Kristall í dós

Uppáhalds matsölustaður: Lyst og Backpackers deila þessu

Hvernig bíl áttu: Citroen Cactus, nei útlitið var ekki ástæðan fyrir kaupunum

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Heldur betur

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Modern Family

Uppáhalds tónlistarmaður: JóiP&Króli

Uppáhalds hlaðvarp: Snorri Björns

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Já já endilega” frá ömmu eftir að ég bauð henni að styrkja mig í fjárölfun, greinilega orðin þreytt á því

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Tindastól

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Pernille Harder

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þær eru nokkrar óþolandi en Amanda Andradóttir fær þetta fyrir að vera óþolandi góð

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: MLV9

Sætasti sigurinn: Erfiðustu sigrarnir eru sætastir

Mestu vonbrigðin: Fá ekki sumarfrí í deildinni

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fengi Lillý Rut og Andreu Mist sem pakkadíl

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hildur Anna

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Aron Birkir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kimmy (Kimberley Dóra)

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sonja Björg

Uppáhalds staður á Íslandi: Skógarböðin

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var oft erfitt fyrir aðrar í liðinu þegar við vorum þrjár Huldur í liðinu og allar á sömu hliðinni. Arna Sif fær sigurinn hér: “Hulda Karen, Nei Hulda Björg, neeei ég meina Hulda Ósk!”

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Copa Pure

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Féll í sögu og lífsleikni í menntaskólanum, ekki spurja hvernig ég féll í lífsleikni

Vandræðalegasta augnablik: Á vellinum? Ætli það sé ekki úr leik í fyrra þegar ég ætlaði að skalla boltann eftir hátt útspark frá markanni andstæðingsins en misreikna boltann og fæ ég hann beint í smettið og dett svo í þokkabót

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki mínar konur Agnesi, Huldu Ósk og Hörpu. Agnes sér um skemmtiatriðin og Hulda öryggisstjóri heldur öllum góðum þangað til að Harpa kemur okkur loks heim.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá stemningskonurnar og fjórburana Iðunni, Kimmy, Unu og Steingerði í
nýjasta Draumnum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ætlaði að verða heilaskurðlæknir þegar ég var yngri. Sá svo sjónvarpsþátt þar sem var verið að sýna frá aðgerð á heila og var fljót að hætta við. Er núna í háskólanámi í Skapandi greinum og stafrænni fatahönnun

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hulda Ósk að hún kemur mér sífellt á óvart á öllum sviðum. Það helsta er hvað hún er góð að syngja

Hverju laugstu síðast: Að ég ætti hlutabréf eða rafmynt

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Mér finnst ekki gaman að tapa

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég vel hitt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner