Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 20. apríl 2024 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern í stuði í Berlín - Botnliðið vann óvæntan útisigur
Harry Kane skoraði fyrir Bayern
Harry Kane skoraði fyrir Bayern
Mynd: Getty Images
Darmstadt vann óvæntan sigur
Darmstadt vann óvæntan sigur
Mynd: EPA
Leikmenn Bayern München voru í miklu stuði í 30. umferð þýsku deildarinnar í dag en liðið vann þar 5-1 sigur á Union Berlín. Harry Kane skoraði 33. deildarmark sitt á tímabilinu.

Bayern vann á dögunum Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og gaf það liðinu auka orku fyrir lok tímabilsins.

Leon Goretzka og Harry Kane skoruðu í fyrri hálfleiknum en Kane var að gera 33. deildarmark sitt á tímabilinu. Hann er nú átta mörkum frá meti Robert Lewandowski.

Thomas Müller skoraði tvö og Mathys Tel eitt í síðari hálfleiknum áður en Yorbe Vertessen minnkaði muninn undir lok leiks.

Bayern er í öðru sæti með 66 stig og skrefi nær því að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Robin Hack skoraði þrennu fyrir Borussia Mönchengladbach í grátlegu 4-3 tapi gegn Hoffenheim á meðan botnlið Darmstadt vann óvæntan 2-0 útisigur á Köln.

Köln er að vísu í næst neðsta sæti deildarinnar en sigurinn var samt sem áður sjaldgæfur fyrir Darmstadt, enda aðeins sá þriðji á tímabilinu.

Lois Openda og Benjamin Sesko skoruðu mörk Leipzig í 2-1 sigri á nýliðum Heidenheim. Leipzig er í 4. sæti með 59 stig, þremur meira en Borussia Dortmund sem á erfiðan leik gegn meistaraliði Bayer Leverkusen á morgun.

Úrslit og markaskorarar:

Union Berlin 1 - 5 Bayern
0-1 Leon Goretzka ('29 )
0-2 Harry Kane ('45 )
0-3 Thomas Muller ('53 )
0-4 Mathys Tel ('61 )
0-5 Thomas Muller ('66 )
1-5 Yorbe Vertessen ('90 )

Wolfsburg 1 - 0 Bochum
1-0 Jonas Wind ('43 )

Koln 0 - 2 Darmstadt
0-1 Christoph Klarer ('57 )
0-2 Oscar Vilhelmsson ('90 )

Hoffenheim 4 - 3 Borussia M.
1-0 Wout Weghorst ('36 )
1-1 Robin Hack ('39 )
2-1 Grischa Promel ('58 )
3-1 Ozan Kabak ('66 )
3-2 Robin Hack ('78 )
3-3 Robin Hack ('89 )
4-3 Anton Stach ('90 )

Heidenheim 1 - 2 RB Leipzig
0-1 Benjamin Sesko ('42 )
1-1 Nikola Dovedan ('69 )
1-2 Lois Openda ('85 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Augsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Leverkusen 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bayern 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Bochum 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Dortmund 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Gladbach 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Eintracht Frankfurt 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Freiburg 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Heidenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Hoffenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Holstein Kiel 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mainz 0 0 0 0 0 0 0 0
13 RB Leipzig 0 0 0 0 0 0 0 0
14 St. Pauli 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Stuttgart 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Union Berlin 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
17 Werder 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Wolfsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner
banner
banner