Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 20. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sane búinn að bæta á sig - „Hélt hann væri rútubílstjórinn"
Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður Manchester City, segir Leroy Sane hafa komið til baka alltof þungan eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði.

Sane meiddist alvarlega síðasta sumar og var að ná sér aftur þegar kórónuveiran skall á.

„Ég þekkti Sane ekki í fyrstu, ég hélt fyrst að þetta væri rútubílstjórinn okkar. Ég spurði hann út í möguleg félagaskipti til Bayern en hann vildi ekki tala um það," er haft eftir Zinchenko í úkraínskum fjölmiðlum.

„Hann á í vandræðum með þyngdina, mér var sagt að hann sé búinn að bæta sjö kílóum á sig."

Sane hefur verið orðaður við Bayern undanfarna mánuði og virðast félagaskipti í sumar vera líkleg, ef félögin komast að samkomulagi um kaupverð.
Athugasemdir
banner