Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. maí 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Arnar Gunnlaugs: Hrós á KA fyrir að taka þessa ákvörðun
Góð ára yfir KA-liðinu undir stjórn Arnars Grétarssonar
Góð ára yfir KA-liðinu undir stjórn Arnars Grétarssonar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnari líst vel á að spila toppslag á Dalvík
Arnari líst vel á að spila toppslag á Dalvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA mætir Víkingi á Dalvíkurvelli á morgun. Greifavöllurinn, heimavöllur KA, er ekki tilbúinn fyrir fótboltaleiki og því var leikstaður færður til Dalvíkur líkt og gegn Leikni í 3. umferð deildarinnar.

Leikurinn á morgun er toppslagur, bæði lið eru með tíu stig eftir fjóra leiki. Ég ræddi við Arnar Gunnlaugsson í dag og spurði hann út í leikinn á morgun.

Góð ára yfir KA-liðinu
Finnst þér það skipta máli að spila á góðu gervigrasi í stað þess að spila á lélegu grasi?

„Já, það er engin spurning. Hrós á KA fyrir að taka þessa ákvörðun," sagði Arnar.

„Liðið þeirra og þjálfarateymi er búið að vera hrikalega flott. Ég er hrikalega ánægður hvernig Addi hefur komið inn í íslenskan fótbolta. Hann er auðvitað hokinn af reynslu og er búinn að taka til þarna. Það er góð ára yfir KA-liðinu."

„Hann tekur við góðu búi af Óla og það var allt mjög professional hjá Óla en einhvern veginn hefur liðið bara stigið upp og bætt sinn leik stöðugt í raun og veru milli umferða.“


Kemur á heimaslóðir
Hvernig líst þér á að fara í toppslag í efstu deild á Dalvík?

„Mér líst mjög vel á það. Amma er frá Dalvík þannig ég er að koma á heimaslóðir. Þetta er alveg skrítið, ef þú hefðir sagt við mig að það væri toppslagur gegn KA á Dalvík í fimmtu umferð. Ég hefði þurft smá sannfæringu. Ég sá aðstæðurnar í sjónvarpinu gegn Leikni og völlurinn lítur vel út. Allt virðist vera til fyrirmyndar þarna, okkur hlakkar bara til og þetta verður hörkuleikur," sagði Arnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner