Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 20. maí 2022 21:57
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Það hefur verið auðveldara fyrir okkur síðustu tvö ár að búa til færi og mörk
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Skiptir bara ekki máli að safna einhverjum jákvæðum punktum ef ég fæ engin stig á töfluna," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV eftir tap á móti Kórdrengjum í 3.umferð Lengjudeildarinnar. 


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  0 KV

Sigurvin var spurður út í dómara leiksins og hvort það hafi verið eitthvað sem hann væri ósáttur með.

Eina sem ég var ósáttur við dómarann var uppbótartíminn. Ég var hvort eð er tveimur mörkum undir. Hvort eð er ekkert náð því, en hann bætti of litlu við fannst mér miðað við að markmaðurinn þeirra hélt á boltanum örugglega svona einn þriðja af seinni hálfleik. Annars var dómarinn bara fínn í þessum leik," sagði Sigurvin. 

Oddur var á kantinum," sagði kíminn Sigurvin Ólafs spurður hvort það vantaði odd fram á við. 

Við erum vanir auðvitað bara, innan gæsalappa, léttari andstæðingum upp á síðkastið. Það hefur verið auðveldara fyrir okkur síðustu tvö ár að búa til færi og mörk. En að því sögðu við fáum alveg fullt af færum í dag. Eigum skot í slá og víti. Fullt af krossum. 10 - 12 horn," sagði Sigurvin. 

Að lokum talaði Sigurvin um framhaldið og hvernig hann sæi það. Talaði um að spilamennskan þeirra væri búin að vera fín en nú þurfi að fara sækja sigrana. 


Athugasemdir
banner