Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. maí 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Skjáskot: Keflavík vildi víti á Selfossi - „Skil dómarana bara vel að nenna ekki að hlusta á þá"
Björn Sigurbjörnsson
Björn Sigurbjörnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Magnús
Gunnar Magnús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík gerði tilkall til vítaspyrnu á Selfossi í gær þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna.

Á sextugustu mínútu átti atvikið sér stag og áttu Susanna Joy Friedrichs (varnarmaður Selfoss) og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (sóknarmaður Keflavíkur) í hlut.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  0 Keflavík

„Klafs í vítateig Selfoss og það lítur út fyrir að Susanna grípur boltann nánast og Selfoss sleppur vel," segir í textalýsingu Fótbolta.net.

Þjálfarar liðanna ræddu við Vísi eftir leik. „Þetta er alveg með ólíkindum, Susanna grípur boltann. Við erum búin að skoða þetta í sjónvarpinu aftur. Hún hreinlega, hún grípur boltann. Og við spyrjum dómarann um ástæðu eftir leik og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Þannig að það er alveg með ólíkindum að við skulum ekki fá víti. Við spyrjum af hverju hann dæmir ekki og hann segir að þetta sé ekki refsivert. Sem er náttúrulega alveg með ólíkindum. Það er þá frekar hægt að segja það eins og er, ef hann hefur ekki séð þetta eða hvort þetta sé bara það að hann bara vildi ekki gefa okkur víti," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur.

Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var ósammála Gunnari.

„Þjálfarateymi Keflavíkur var náttúrulega bara öskrandi og vælandi á bekknum allan leikinn, þannig að ég skil dómarana bara vel að nenna ekki að hlusta á þá. En Vigdís Lilja kemur náttúrulega vaðandi með takkana á undan sér inn í tæklinguna í fyrsta lagi, keflvíski leikmaðurinn, og það á náttúrulega bara að flauta á það. En ég veit það ekki, ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Mér finnst bara ótrúlega leiðinlegt að hlusta á þá á bekknum hinum megin," sagði Björn.

Hér að neðan má sjá skjáskot sem hefur verið í dreifingu eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner