Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   mán 20. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Þurfum að leysa ýmis vandamál í vörninni
Mynd: EPA
Eddie Howe, þjálfari Newcastle, svaraði spurningum eftir sigur liðsins í Brentford í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Sigurinn tryggði sjöunda sæti deildarinnar fyrir Newcastle, sem gefur liðinu þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu ef Manchester City vinnur enska bikarinn.

„Þessi leikur var eins og tímabilið okkar í hnotskurn. Við vorum ekki nógu öruggir í varnarleiknum en leikmenn stóðu sig vel og skiluðu sínu. Við vissum að þetta væri komið úr okkar höndum eftir tapið gegn Manchester United, það er óþægilegt en við verðum bara að bíða og vona," sagði Howe.

„Við þurfum að leysa ýmis vandamál í vörninni fyrir næstu leiktíð og ef okkur tekst það þá getum við orðið gríðarlega sterkir. Þetta tímabil hefði getað verið betra en yfir heildina litið þá var það gott.

„Við erum mjög samheldið félag og ég tel okkur hafa tekið eitt skref áfram á þessu tímabili. Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessu."


Newcastle glímdi við gríðarlega mikil meiðslavandræði á tímabilinu sem settu strik í reikninginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner