Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mán 20. maí 2024 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany ósáttur við spurningu fréttamanns: Þú getur gert betur
Mynd: Getty Images

Burnley var nýliði í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en liðið mun spila í Championship deildinni eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni.


Framtíð Vincent Kompany er í óvissu en hann vildi ekkert ræða hana á fréttamannafundi eftir 2-1 tap gegn Nottingham Forest í gær.

Hann hefur verið orðaður við Brighton en Roberto De Zerbi hefur yfirgefið félagið. Þá var hann orðaður við West Ham áður en það var staðfest að Julen Lopetegui muni taka við af David Moyes.

„Við ætlum ekki að enda á þessari spurningu, þú getur gert betur. Ég hef aldrei svarað spurningum um framtíðina mína," sagði Kompany.

Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir félagið í gær eftir átta ára veru hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner