Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
   mán 20. júní 2022 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Erum með leikmenn með stórt hjarta
Réttilega sáttur með sína menn
Réttilega sáttur með sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks var skiljanlega mjög sáttur eftir 4-1 sigur á KA í kvöld en liðin mættust á Kópavogsvelli í 10. umferð Bestu deildar karla.

„Leikurinn gegn Val var að mörgu leyti mjög góður og ef maður getur horft framhjá úrslitunum og tekið frammistöðuna og svarað tapinu með svona leik í dag þá er það bara vel gert hjá liðinu og mikið hrós á strákana."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Varnarleikur Blika, sérstaklega í föstum leikatriðum var virkilega góður þar sem að KA fengu haug af aukaspyrnum og hornspyrnum sem KA eru þekktir fyrir að nýta sér en Blikar vörðust því vel í kvöld.

„Bara allt hrós á strákana þar, við erum kannski ekki með svakalega turna í okkar liði en leikmenn sem eru með stórt hjarta og eru tilbúnir að berjast og taka ábyrgð. Við höfum varist þessum föstu leikatriðum gríðarlega vel, fáum á okkur mark eftir frákast úr föstu leikatriði en það gerist kannski út af mörgum skiptingum og takturinn kannski smá farinn úr leiknum."

„Ég viðurkenni það var pirrandi að fá þetta mark á sig en það er rétt hjá þér við vörðumst föstu leikatriðunum virkilega vel í dag og höfum gert það heilt yfir mjög vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Halldór t.d. um frammistöðuna hjá Ísaki Snæ í kvöld, hvað Gísli Eyjólfsson gerir fyrir Breiðabliksliðið og er Thomas Mikkelsen á leið aftur í Kópavog?
Athugasemdir
banner
banner
banner