Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mán 20. júní 2022 22:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Erum með leikmenn með stórt hjarta
Réttilega sáttur með sína menn
Réttilega sáttur með sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks var skiljanlega mjög sáttur eftir 4-1 sigur á KA í kvöld en liðin mættust á Kópavogsvelli í 10. umferð Bestu deildar karla.

„Leikurinn gegn Val var að mörgu leyti mjög góður og ef maður getur horft framhjá úrslitunum og tekið frammistöðuna og svarað tapinu með svona leik í dag þá er það bara vel gert hjá liðinu og mikið hrós á strákana."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Varnarleikur Blika, sérstaklega í föstum leikatriðum var virkilega góður þar sem að KA fengu haug af aukaspyrnum og hornspyrnum sem KA eru þekktir fyrir að nýta sér en Blikar vörðust því vel í kvöld.

„Bara allt hrós á strákana þar, við erum kannski ekki með svakalega turna í okkar liði en leikmenn sem eru með stórt hjarta og eru tilbúnir að berjast og taka ábyrgð. Við höfum varist þessum föstu leikatriðum gríðarlega vel, fáum á okkur mark eftir frákast úr föstu leikatriði en það gerist kannski út af mörgum skiptingum og takturinn kannski smá farinn úr leiknum."

„Ég viðurkenni það var pirrandi að fá þetta mark á sig en það er rétt hjá þér við vörðumst föstu leikatriðunum virkilega vel í dag og höfum gert það heilt yfir mjög vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Halldór t.d. um frammistöðuna hjá Ísaki Snæ í kvöld, hvað Gísli Eyjólfsson gerir fyrir Breiðabliksliðið og er Thomas Mikkelsen á leið aftur í Kópavog?
Athugasemdir