Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks var skiljanlega mjög sáttur eftir 4-1 sigur á KA í kvöld en liðin mættust á Kópavogsvelli í 10. umferð Bestu deildar karla.
„Leikurinn gegn Val var að mörgu leyti mjög góður og ef maður getur horft framhjá úrslitunum og tekið frammistöðuna og svarað tapinu með svona leik í dag þá er það bara vel gert hjá liðinu og mikið hrós á strákana."
„Leikurinn gegn Val var að mörgu leyti mjög góður og ef maður getur horft framhjá úrslitunum og tekið frammistöðuna og svarað tapinu með svona leik í dag þá er það bara vel gert hjá liðinu og mikið hrós á strákana."
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 KA
Varnarleikur Blika, sérstaklega í föstum leikatriðum var virkilega góður þar sem að KA fengu haug af aukaspyrnum og hornspyrnum sem KA eru þekktir fyrir að nýta sér en Blikar vörðust því vel í kvöld.
„Bara allt hrós á strákana þar, við erum kannski ekki með svakalega turna í okkar liði en leikmenn sem eru með stórt hjarta og eru tilbúnir að berjast og taka ábyrgð. Við höfum varist þessum föstu leikatriðum gríðarlega vel, fáum á okkur mark eftir frákast úr föstu leikatriði en það gerist kannski út af mörgum skiptingum og takturinn kannski smá farinn úr leiknum."
„Ég viðurkenni það var pirrandi að fá þetta mark á sig en það er rétt hjá þér við vörðumst föstu leikatriðunum virkilega vel í dag og höfum gert það heilt yfir mjög vel."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Halldór t.d. um frammistöðuna hjá Ísaki Snæ í kvöld, hvað Gísli Eyjólfsson gerir fyrir Breiðabliksliðið og er Thomas Mikkelsen á leið aftur í Kópavog?
Athugasemdir