Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 20. júlí 2024 19:21
Sölvi Haraldsson
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög stoltur af stelpunum í dag. Að koma hingað í útileik gegn Val og spila svona. Það er erfitt að kyngja þessu eftir að hafa fengið sigurmarkið á sig svona seint.“ sagð Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir grátlegt 2-1 tap gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Heilt yfir var Jonathan Glenn mjög sáttur með liðið sitt sem stóð lengi vel í Íslandsmeisturunum. 

Við vorum með mjög ungan hóp í dag og ég var mjög ánægður með að þær fóru eftir leikplaninu og hversu mikið þær lögðu á sig í dag. Þetta er mjög góð reynsla fyrir leikmennina að koma hingað á Valsvöllinn. En Valur er með reynslu á að vinna leiki, þær vita hvernig á að vinna leiki. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þeirra í ár sem þær vinna á seinustu sekúndum leiksins. Það er líka eitthvað sem við erum að reyna að búa til í Keflavík.

Glenn sér mikinn stíganda í frammistöðu liðsins í leikjunum í sumar.

Við höfum verið að taka skref í rétta átt. Við erum að byggja þetta lið upp fyrir framtíðina og það sást í dag.

Það var baráttuandi í Keflvíkingum í dag.

Ég var mjög ánægður með það hversu vel við fórum eftir leikplaninu. En ég er mjög vonsvikinn með að tapa svona. En svona hlutir gerast. Ég er ánægður með frammistöðuna.

Glenn er spenntur að spila í Keflavík aftur en næstu leikur þeirra er gegn Þór/KA.

Við tökum marga jákvæða punkta úr þessum leik. Við erum spennt og glöð að eiga næsta leik heima í Keflavík.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, að lokum

Viðtalið við Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner