Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Willum: Ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Jóhannes Karl: Fótbolti snýst bara um þessu litlu móment og þær nýta sín móment
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Bjarni Ben: Ætlum ekki að gefa afslátt þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir
Þorsteinn Aron: Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í meira en ár
   lau 20. júlí 2024 19:21
Sölvi Haraldsson
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög stoltur af stelpunum í dag. Að koma hingað í útileik gegn Val og spila svona. Það er erfitt að kyngja þessu eftir að hafa fengið sigurmarkið á sig svona seint.“ sagð Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir grátlegt 2-1 tap gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Heilt yfir var Jonathan Glenn mjög sáttur með liðið sitt sem stóð lengi vel í Íslandsmeisturunum. 

Við vorum með mjög ungan hóp í dag og ég var mjög ánægður með að þær fóru eftir leikplaninu og hversu mikið þær lögðu á sig í dag. Þetta er mjög góð reynsla fyrir leikmennina að koma hingað á Valsvöllinn. En Valur er með reynslu á að vinna leiki, þær vita hvernig á að vinna leiki. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þeirra í ár sem þær vinna á seinustu sekúndum leiksins. Það er líka eitthvað sem við erum að reyna að búa til í Keflavík.

Glenn sér mikinn stíganda í frammistöðu liðsins í leikjunum í sumar.

Við höfum verið að taka skref í rétta átt. Við erum að byggja þetta lið upp fyrir framtíðina og það sást í dag.

Það var baráttuandi í Keflvíkingum í dag.

Ég var mjög ánægður með það hversu vel við fórum eftir leikplaninu. En ég er mjög vonsvikinn með að tapa svona. En svona hlutir gerast. Ég er ánægður með frammistöðuna.

Glenn er spenntur að spila í Keflavík aftur en næstu leikur þeirra er gegn Þór/KA.

Við tökum marga jákvæða punkta úr þessum leik. Við erum spennt og glöð að eiga næsta leik heima í Keflavík.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, að lokum

Viðtalið við Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner