Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 20. júlí 2024 19:21
Sölvi Haraldsson
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög stoltur af stelpunum í dag. Að koma hingað í útileik gegn Val og spila svona. Það er erfitt að kyngja þessu eftir að hafa fengið sigurmarkið á sig svona seint.“ sagð Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir grátlegt 2-1 tap gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Heilt yfir var Jonathan Glenn mjög sáttur með liðið sitt sem stóð lengi vel í Íslandsmeisturunum. 

Við vorum með mjög ungan hóp í dag og ég var mjög ánægður með að þær fóru eftir leikplaninu og hversu mikið þær lögðu á sig í dag. Þetta er mjög góð reynsla fyrir leikmennina að koma hingað á Valsvöllinn. En Valur er með reynslu á að vinna leiki, þær vita hvernig á að vinna leiki. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þeirra í ár sem þær vinna á seinustu sekúndum leiksins. Það er líka eitthvað sem við erum að reyna að búa til í Keflavík.

Glenn sér mikinn stíganda í frammistöðu liðsins í leikjunum í sumar.

Við höfum verið að taka skref í rétta átt. Við erum að byggja þetta lið upp fyrir framtíðina og það sást í dag.

Það var baráttuandi í Keflvíkingum í dag.

Ég var mjög ánægður með það hversu vel við fórum eftir leikplaninu. En ég er mjög vonsvikinn með að tapa svona. En svona hlutir gerast. Ég er ánægður með frammistöðuna.

Glenn er spenntur að spila í Keflavík aftur en næstu leikur þeirra er gegn Þór/KA.

Við tökum marga jákvæða punkta úr þessum leik. Við erum spennt og glöð að eiga næsta leik heima í Keflavík.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, að lokum

Viðtalið við Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir