Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 20. september 2019 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Freyr: Sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum
Kvenaboltinn
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Við vorum búnar að bíða eftir þessu í fjóra leiki og kominn tími á þetta. Heldur betur sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum, sagði aðstoðarþjálfari FH, Árni Freyr Guðnason, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Okkur fannst við vera með lið sem átti að fara upp, eitt af betri liðunum. Við hikstuðum aðeins undir lokin og gerðum þetta óþægilega spennandi."

„Mér fannst leikurinn í kvöld góður. Eðlilega var mikið stress framan af en eftir að þær misstu mann af velli tókum við yfir og þá var þetta aldrei í hættu."

„Markið kom ekki í fyrri hálfleik og við vorum að spila gegn sterkum vindi í seinni hálfleik. Í hálfleik var maður smá "nervous" með þetta en sem betur fer kláruðum við dæmið."


Talið barst næst að leikmannahópi liðsins og hvernig hann mun líta út á komandi leiktíð.

„Ég veit af einhverjum leikmönnum sem við erum að horfa til. Við vildum klára okkar og sjá svo til. Ég held að það séu allir leikmenn með samning nema Birta (Georgsdóttir) sem er á láni (frá Stjörnunni), við viljum að sjálfsögðu halda henni.

Í kjölfarið var Árni spurður út í sína framtíð sem og aðalþjálfarans Guðna Eiríkssonar.

„Það er góð spurning. Ég held að Guðni sé með samning áfram en ég er það ekki. Við hljótum að setjast niður og höldum vonandi þessu frábæra samstarfi áfram."

Athugasemdir
banner
banner