Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 20. september 2019 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Freyr: Sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum
Kvenaboltinn
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Við vorum búnar að bíða eftir þessu í fjóra leiki og kominn tími á þetta. Heldur betur sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum, sagði aðstoðarþjálfari FH, Árni Freyr Guðnason, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Okkur fannst við vera með lið sem átti að fara upp, eitt af betri liðunum. Við hikstuðum aðeins undir lokin og gerðum þetta óþægilega spennandi."

„Mér fannst leikurinn í kvöld góður. Eðlilega var mikið stress framan af en eftir að þær misstu mann af velli tókum við yfir og þá var þetta aldrei í hættu."

„Markið kom ekki í fyrri hálfleik og við vorum að spila gegn sterkum vindi í seinni hálfleik. Í hálfleik var maður smá "nervous" með þetta en sem betur fer kláruðum við dæmið."


Talið barst næst að leikmannahópi liðsins og hvernig hann mun líta út á komandi leiktíð.

„Ég veit af einhverjum leikmönnum sem við erum að horfa til. Við vildum klára okkar og sjá svo til. Ég held að það séu allir leikmenn með samning nema Birta (Georgsdóttir) sem er á láni (frá Stjörnunni), við viljum að sjálfsögðu halda henni.

Í kjölfarið var Árni spurður út í sína framtíð sem og aðalþjálfarans Guðna Eiríkssonar.

„Það er góð spurning. Ég held að Guðni sé með samning áfram en ég er það ekki. Við hljótum að setjast niður og höldum vonandi þessu frábæra samstarfi áfram."

Athugasemdir
banner
banner