Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 20. september 2019 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Freyr: Sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Við vorum búnar að bíða eftir þessu í fjóra leiki og kominn tími á þetta. Heldur betur sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum, sagði aðstoðarþjálfari FH, Árni Freyr Guðnason, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Okkur fannst við vera með lið sem átti að fara upp, eitt af betri liðunum. Við hikstuðum aðeins undir lokin og gerðum þetta óþægilega spennandi."

„Mér fannst leikurinn í kvöld góður. Eðlilega var mikið stress framan af en eftir að þær misstu mann af velli tókum við yfir og þá var þetta aldrei í hættu."

„Markið kom ekki í fyrri hálfleik og við vorum að spila gegn sterkum vindi í seinni hálfleik. Í hálfleik var maður smá "nervous" með þetta en sem betur fer kláruðum við dæmið."


Talið barst næst að leikmannahópi liðsins og hvernig hann mun líta út á komandi leiktíð.

„Ég veit af einhverjum leikmönnum sem við erum að horfa til. Við vildum klára okkar og sjá svo til. Ég held að það séu allir leikmenn með samning nema Birta (Georgsdóttir) sem er á láni (frá Stjörnunni), við viljum að sjálfsögðu halda henni.

Í kjölfarið var Árni spurður út í sína framtíð sem og aðalþjálfarans Guðna Eiríkssonar.

„Það er góð spurning. Ég held að Guðni sé með samning áfram en ég er það ekki. Við hljótum að setjast niður og höldum vonandi þessu frábæra samstarfi áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner