Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 20. september 2019 21:57
Helga Katrín Jónsdóttir
Sandra Sif um að leggja skóna á hilluna: Þetta er bara orðið gott
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fór fram í kvöld þar sem Augnablik tók á móti Fjölni. Bæði lið tryggðu sæti sín í deildinni í síðustu umferð og var leikurinn tíðindalítill og lauk með 0-0 jafntefli.


Lestu um leikinn: Augnablik 0 -  0 Fjölnir

"Já það er víst, þetta var lokaleikur, erfitt og lítið að spila um. Maður hefði eiginlega getað spáð þessum úrslitum fyrir fram. Þetta er bara eins og gengur og í svona veðri líka."

Sandra tilkynnti fyrir leik að hún myndi leggja skóna á hilluna eftir leikinn eftir flottan feril.

"Já þetta er bara orðið gott held ég, ég er búin að spila mín 16 ár í efstu deild, búin að fara til Bandaríkjanna og til Noregs ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitla. Svo ég held að þetta sé bara réttur tími til að leggja skóna á hilluna og halda þeim aðeins þar."

"Ég er búin að vera að hugsa um þetta í svolítinn tíma en vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta eftir að strákurinn kom." 

Getur Sandra hugsað sér að taka skóna af hillunni einn daginn?

"Ég ætla aldrei að segja aldrei en eins og er þá er ég ekki að hugsa um það."

Er Sandra sátt með tímabilið hjá Augnabliki?

"Já í rauninni, við erum að koma upp úr 2. deild og erum að byggja á mjög ungu liði. Þetta er bara frábært hjá okkur með þessa ungu leikmenn að enda um miðja deild og gefa leikmönnunum reynslu."

Viðtalið við Söndru má sjá hér að ofan en litli strákurinn hennar var með í för.
Athugasemdir
banner
banner