City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   fös 20. september 2019 21:57
Helga Katrín Jónsdóttir
Sandra Sif um að leggja skóna á hilluna: Þetta er bara orðið gott
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fór fram í kvöld þar sem Augnablik tók á móti Fjölni. Bæði lið tryggðu sæti sín í deildinni í síðustu umferð og var leikurinn tíðindalítill og lauk með 0-0 jafntefli.


Lestu um leikinn: Augnablik 0 -  0 Fjölnir

"Já það er víst, þetta var lokaleikur, erfitt og lítið að spila um. Maður hefði eiginlega getað spáð þessum úrslitum fyrir fram. Þetta er bara eins og gengur og í svona veðri líka."

Sandra tilkynnti fyrir leik að hún myndi leggja skóna á hilluna eftir leikinn eftir flottan feril.

"Já þetta er bara orðið gott held ég, ég er búin að spila mín 16 ár í efstu deild, búin að fara til Bandaríkjanna og til Noregs ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitla. Svo ég held að þetta sé bara réttur tími til að leggja skóna á hilluna og halda þeim aðeins þar."

"Ég er búin að vera að hugsa um þetta í svolítinn tíma en vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta eftir að strákurinn kom." 

Getur Sandra hugsað sér að taka skóna af hillunni einn daginn?

"Ég ætla aldrei að segja aldrei en eins og er þá er ég ekki að hugsa um það."

Er Sandra sátt með tímabilið hjá Augnabliki?

"Já í rauninni, við erum að koma upp úr 2. deild og erum að byggja á mjög ungu liði. Þetta er bara frábært hjá okkur með þessa ungu leikmenn að enda um miðja deild og gefa leikmönnunum reynslu."

Viðtalið við Söndru má sjá hér að ofan en litli strákurinn hennar var með í för.
Athugasemdir
banner
banner