Magni frá Grenivík bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt í Inkasso-deildinni í fyrra og ætlar liðið að endurtaka leikinn þegar lokaumferðin fer fram á morgun.
Magnamenn hafa verið í fallsæti stærstan hluta sumars en er í 10. sæti fyrir síðustu umferð.
Liðið mætir Þór Akureyri á morgun en hér er nánari útskýring á lokaumferðinni.
Þórsarar eru búnir að vera við toppinn nánast allt sumar en hafa heldur betur gefið eftir. Framtíð Gregg Ryder þjálfara hefur verið í umræðunni og telja margir að hann haldi ekki áfram fyrir norðan.
Magnamenn hafa verið í fallsæti stærstan hluta sumars en er í 10. sæti fyrir síðustu umferð.
Liðið mætir Þór Akureyri á morgun en hér er nánari útskýring á lokaumferðinni.
Þórsarar eru búnir að vera við toppinn nánast allt sumar en hafa heldur betur gefið eftir. Framtíð Gregg Ryder þjálfara hefur verið í umræðunni og telja margir að hann haldi ekki áfram fyrir norðan.
„Ég veit ekki hvað hefur gerst þarna. Það er allt dautt í Þorpinu. Þeir eru komnir í fimmta sæti og létu Fjölni valta yfir sig á heimavelli. Það er eitthvað sem Þórsarar eru ekki vanir að sjá gerast og á bara ekki að gerast," segir Baldvin Már Borgarsson sérfræðingur í Inkasso-horninu.
Úlfur Blandon segist ekki vera hissa á döpru gengi Þórs.
„Mér persónulega kom þetta ekki á óvart. Það virðist alltaf vera þannig með Þór að þeir byrja vel en lenda í vandræðum. Þeir virðast aldrei ná að kreista út það sem er til í félaginu. Það er eitthvað stemningsleysi innan hópsins, það er rótleysi og þegar menn ganga ekki í takt geta hlutirnir snúist gegn manni," segir Úlfur sem spáir sigri hjá Magna á morgun.
„Magni hefur tekið til hjá sér. Þeir hafa tekið ansi mörg skref fram á við. Ég vona að þeir haldi þessari vegferð áfram, klári þetta mót með sæmd og vinni síðasta leikinn. Það yrði fallegur draumur. Það er gríðarlegur metnaður í Magna og menn vilja gera vel. Hvort sem það eru þjálfarabreytingarnar eða leikmennirnir sem hafa komið inn, eitthvað hafa þeir gert rétt. Ég hafði ekki trú á þessu en hjólin fóru að snúast."
„Þeir gerðu þetta í fyrra og ég held að þeir vinni þennan leik. Þórsarar eru á hælunum og löngun Magna til að halda sér í þessari deild mun skína í gegn," segir Úlfur.
Inkasso-hornið - Hitað upp fyrir spennuþrungna lokaumferð https://t.co/cBmpKvIWmr
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 19, 2019
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir