Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 20. september 2021 10:30
Aksentije Milisic
Sjáðu atvikið: Kjartan Henry virtist kýla Þórð
Kjartan Henry
Kjartan Henry
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var allt brjálað undir lokin þegar KR og Víkingur áttust við í Pepsi Max deild karla.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Víkingur R.

Víkingar unnu þá magnaða sigur og eru með titilinn í sínum höndum fyrir lokaumferðina sem verður spiluð um næstu helgi.

KR fékk vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans en mikill atgangur átti sér stað í vítateig Víkings. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, fékk beint rautt spjald en hann virtist þá kýla Þórð Ingason sem kom hlaupandi í þvöguna.

Pálmi Rafn Pálmason steig á punktinn en Ingvar Jónsson varði spyrnuna og í kjölfarið brutust út mikil fangaðarlæti.

Myndbandið af Kjartani og Þórði má sjá fyrir neðan og dæmir hver fyrir sig.

Þórður fékk að líta rauða spjaldið í látunum og þá fékk Hajrudin Cardaklija, markvarðarþjálfari Víkings, fékk svo rautt spjald eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner