Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   mið 20. september 2023 15:40
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Leiknis og Aftureldingar: Rasmus kemur aftur inn í liðið - fimm breytingar hjá Breiðhyltingum
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Raggi Óla

Þegar klukkan slær 16:30 í dag byrjar fyrri undanúrslitaleikurinn milli Leikins og Aftureldingar. Liðið sem vinnur þetta einvígi mun spila á Laugardagsvelli gegn annaðhvort Fjölni eða Vestra um sæti í Bestu Deildinni. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast í sumar en í fyrra skiptið fór leikurinn 2-2 en núna fyrir örfáum vikum vann Leikni Aftureldingu í Mosfellsbænum 2-0.

Núna er tæpur klukkutími í leik og byrjunarliðin voru rétt í þessu að detta í hús.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Heimamenn gera 5 breytingar á liðinu frá 5-0 sigrinum í Þorlákshöfn um helgina. Þeir Ósvald Jarl, Patryk Hryniewicki, Róbert Quental, Arnór Ingi og Omar Sowe koma inn í liðið fyrir þá Brynjar Hlöðvers, Jón Hrafn, Shkelzen Veseli, Sindra Björnsson og Valgeir Árna.

Magnús Már, þjálfari Aftureldingar gerir eina breytingu á liðinu sínu frá tapinu gegn Þrótti. En hann Hjörvar Sigurgeirsson dettur úr liðinu fyrir hann Rasmus Christiansen sem kemur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Þrótti um helgina.

Leikurinn verður síðan sýndur í beinni útsendingu á Youtube rás Lengjudeildarinnar.


Byrjunarlið Leiknir R.:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
0. Andi Hoti
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
9. Róbert Hauksson
10. Daníel Finns Matthíasson
23. Arnór Ingi Kristinsson
30. Davíð Júlían Jónsson
45. Róbert Quental Árnason
67. Omar Sowe

Byrjunarlið Afturelding:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson
13. Rasmus Christiansen
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
21. Elmar Kári Enesson Cogic
22. Oliver Bjerrum Jensen
77. Ivo Braz
Athugasemdir
banner
banner
banner