Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mið 20. október 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Pétur heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin
Lengjudeildin
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson var í gær tilkynntur sem nýr þjálfari Þróttar Vogum og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Eiður ræddi í dag við Fótbolta.net um nýja starfið.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, þetta er spennandi verkefni og ég held að næsta ár sé ótrúlega spennandi fyrir klúbbinn. Hann er í fyrsta sinn í Lengjudeild sem er stórt fyrir þetta félag sem er 90 ára á næstu ára. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan," sagði Eiður.

Eiður tekur við Þróttur eftir að Hermann Hreiðarsson hafði þjálfað liðið síðasta eitt og hálfta tímabilið eða svo. Eru einhverjir líkir karakterar?

„Ég held við séum líkir að mörgu leyti en kannski mjög ólíkir að öðru leyti. Við erum með svipaðan húmor og höfðum svipaðar skoðanir. Ég vil spila aðeins öðruvísi fótbolta og hann er aðeins æstari en ég."

Eiður segist hafa fundað með Fjölni og rætt við Hemma um möguleikann á því að fylgja honum til Vestmannaeyja sem aðstoðarþjálfari.

Eiður hefur undanfarin ár þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Val við hlið Péturs Péturssonar. Var erfitt að kveðja Val?

„Já, þá var ótrúlega erfitt og kannski sérstaklega eftir að ég var búinn að tilkynna að ég væri hættur. Það var erfiðast að taka samtölin við leikmennina og sum samtölin erfiðari en önnur."

„Mér þykir ótrúlega vænt um þennan tíma, vænt um samstarf okkar Péturs og okkar vináttu. Hann heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin og ég held áfram að svara. Hann hringdi í mig í gær og sagði að hann væri ekkert hættur að hringja, ætlaði að halda því áfram. Ég hringi örugglega eitthvað í hann á móti. Ég er ótrúlega ánægður með þennan tíma, þetta var ótrúlega gaman og vonandi fæ ég tækfæri til þess að vinna aftur fyrir Val,"
sagði Eiður.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner