Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   mið 20. október 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Pétur heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin
Lengjudeildin
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson var í gær tilkynntur sem nýr þjálfari Þróttar Vogum og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Eiður ræddi í dag við Fótbolta.net um nýja starfið.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, þetta er spennandi verkefni og ég held að næsta ár sé ótrúlega spennandi fyrir klúbbinn. Hann er í fyrsta sinn í Lengjudeild sem er stórt fyrir þetta félag sem er 90 ára á næstu ára. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan," sagði Eiður.

Eiður tekur við Þróttur eftir að Hermann Hreiðarsson hafði þjálfað liðið síðasta eitt og hálfta tímabilið eða svo. Eru einhverjir líkir karakterar?

„Ég held við séum líkir að mörgu leyti en kannski mjög ólíkir að öðru leyti. Við erum með svipaðan húmor og höfðum svipaðar skoðanir. Ég vil spila aðeins öðruvísi fótbolta og hann er aðeins æstari en ég."

Eiður segist hafa fundað með Fjölni og rætt við Hemma um möguleikann á því að fylgja honum til Vestmannaeyja sem aðstoðarþjálfari.

Eiður hefur undanfarin ár þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Val við hlið Péturs Péturssonar. Var erfitt að kveðja Val?

„Já, þá var ótrúlega erfitt og kannski sérstaklega eftir að ég var búinn að tilkynna að ég væri hættur. Það var erfiðast að taka samtölin við leikmennina og sum samtölin erfiðari en önnur."

„Mér þykir ótrúlega vænt um þennan tíma, vænt um samstarf okkar Péturs og okkar vináttu. Hann heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin og ég held áfram að svara. Hann hringdi í mig í gær og sagði að hann væri ekkert hættur að hringja, ætlaði að halda því áfram. Ég hringi örugglega eitthvað í hann á móti. Ég er ótrúlega ánægður með þennan tíma, þetta var ótrúlega gaman og vonandi fæ ég tækfæri til þess að vinna aftur fyrir Val,"
sagði Eiður.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner