Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 20. október 2025 22:50
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skemmtilegur leikur, mér fannst við spila mjög flottan fótbolta. Héldum boltanum vel, náðum að spila í gegnum miðjuna og búum til færi trekk í trekk. Ósáttur að vinna ekki leikinn," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Stjarnan

Fred Saraiva skoraði glæsilegt mark í leiknum en hann spilaði töluvert framar en oft áður, í raun sem fremsti maður ásamt Jacob Byström.

„Það er möguleiki fyrir hann að vera í þessari stöðu. Við höfum verið án Vuk í níu leikjum og vorum í smá tíma að finna hvernig við gætum leyst þann missi. Fred var því settur ofar á völlinn til að leysa senter eða tíu hlutverk með smá frjálsræði, sem hefur heppnast."

Örvar Eggertsson jafnaði leikinn aðeins fimm mínútum eftir að Fram komst yfir.

„Það var alls ekki gott. Þetta var fyrsta færið þeirra í leiknum. Maður getur sagt að þetta sé klaufalegt en það er alltaf eitthvað að í öllum mörkum.

Fram mætir FH í lokaumferðinni og getur þar tryggt sér fimmta sætið með sigri.

„Það er enginn brjálæðisleg gulrót en það hjálpar að ná í góð úrslit. Við þurfum að vinna FH á útivelli og það er bara áskorun. Það er ekki mikið undir en við þurfum að mæta til leiks eins og í dag."
Athugasemdir
banner
banner