Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. nóvember 2022 14:42
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Katar: Internetið er frábært en á sama tíma mjög hættulegt
Felix Sanchez
Felix Sanchez
Mynd: Getty Images
Felix Sanchez, þjálfari Katar, vísar þeim ásökunum, um að yfirvöld í Katar hafi reynt að hagræða úrslitum í opnunarleik HM, til föðurhúsanna.

Rithöfundurinn Amjad Taha heldur því fram að yfirvöld í Katar hafi reynt að múta átta leikmönnum Ekvador til þess að tapa opnunarleiknum, 1-0.

Opnunarleikurinn er spilaður klukkan 16:00 í dag en yfirvöld í Katar eiga að hafa boðið leikmönnum Ekvador um 7,5 milljón dollara fyrir að tapa leiknum.

Þetta hefur hann frá heimildarmönnum sínum hjá bæði Katar og Ekvador.

Sanchez, þjálfari Katar, segir þetta af og frá.

„Það er mikið af villandi upplýsingum í umferð. Internetið er frábært tól en líka hættulegt. Það mun enginn taka okkur úr jafnvægi með þessum yfirlýsingum. Þetta hefur engin áhrif á okkur.“

„Við erum einbeittir á að spila okkar besta leik og munum ekki pæla í öðru,“
sagði Sanchez á blaðamannafundi.
Athugasemdir
banner