Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fim 21. janúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Lampard verður rekinn ef úrslitin lagast ekki strax
Sky Sports segir frá því að Frank Lampard, stjóri Chelsea, sé orðinn valtur í sessi og að hann muni missa starfið ef úrslit liðsins fara ekki að batna.

Eftir 2-0 tap gegn Leicester í vikunni er Chelsea komið niður í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum.

Lampard þarf að snúa gengi liðsins við strax ef hann ætlar að halda starfinu að sögn Sky.

Chelsea eyddi 200 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar en þar á meðal voru þeir Hakim Ziyech, Timo Werner og Kai Havertz.

Eftir fína byrjun á tímabilinu hefur hallað hressilega undan fæti undanfarnar vikur. Chelsea mætir Luton Town í enska bikarnum en í kjölfarið eru deildarleikir gegn Wolves, Burnley og Tottenham.

Massimiliano Allegri og Thomas Tuchel hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Lampard ef hann missir starfið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner