Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 21. janúar 2022 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Conte og Moyes fara á gamla heimavelli
Conte er fyrrum stjóri Chelsea.
Conte er fyrrum stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: EPA
Það verður heil umferð spiluð í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það er allavega planið í augnablikinu.

Það er fallbaráttuslagur í kvöld þegar Watford spilar við Norwich á heimavelli.

Á morgun eru svo fimm leikir þar sem hæst ber leikur Manchester United og West Ham á Old Trafford. Þessi tvö lið eru að berjast um að komast í Meistaradeildina. Fyrir helgina er West Ham í fjórða sæti með tveimur stigum meira en Man Utd. Þó ber að geta að West Ham hefur spilað einum leik meira og væri það mjög sterkt fyrir Man Utd að taka sigur á morgun.

David Moyes, stjóri West Ham, er auðvitað fyrrum stjóri Man Utd. Hann var þar í tæpt eitt tímabil og gekk ekki vel undir hans stjórn. Hann hefur endurreist feril sinn í London hjá West Ham.

Á sunnudag eru fjórir leikir. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spila við Arsenal á útivelli og Liverpool mætir Crystal Palace, sem hefur verið að spila flottan fótbolta undir stjórn Patrick Vieira.

Svo er stórleikur klukkan 16:30 á sunnudag þegar Chelsea og Tottenham mætast í nágrannaslag. Antonio Conte, stjóri Tottenham, mætir þar sínu gamla félagi.

Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni. Leikirnir eru sýndir á Síminn Sport.

föstudagur 21. janúar
20:00 Watford - Norwich

laugardagur 22. janúar
12:30 Everton - Aston Villa
15:00 Brentford - Wolves
15:00 Leeds - Newcastle
15:00 Man Utd - West Ham
17:30 Southampton - Man City

sunnudagur 23. janúar
14:00 Arsenal - Burnley
14:00 Crystal Palace - Liverpool
14:00 Leicester - Brighton
16:30 Chelsea - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner