Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. janúar 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi grínaðist: Mikill léttir og helvíti gott að vera laus við hann
Vonandi gengur honum vel en ekki of vel
Vonandi gengur honum vel en ekki of vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklega síðasta árið á ferlinum
Líklega síðasta árið á ferlinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar gekk í raðir KR um mitt sumar í fyrra.
Elmar gekk í raðir KR um mitt sumar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Hansson í leik með færeyska landsliðinu gegn því íslenska.
Hallur Hansson í leik með færeyska landsliðinu gegn því íslenska.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. Pálmi er leikmaður KR en er einnig kominn í nýtt hlutverk hjá félaginu, hann hefur verið ráðinn íþróttastjóri.

Pálmi ræddi um starfið og meira til í viðtalinu sem má nálgast í heild í spilaranum neðst í fréttinni.

Sjá einnig:
„Langbesti varnarmaður landsins þegar hann er á deginum sínum"

„Ég er byrjaður að sinna starfi íþróttastjóra. Ég ætla mér að gera allt sem þarf að gera hjá félaginu, sama hvaða verkefni það er. Ég verð í sambandi við allar deildir félagsins og mun vonandi gera gott starf," sagði Pálmi.

Hann skrifaði undir eins árs samning í vetur við KR. Hann hefur menntað sig í þjálfarafræðunum og var spurður hvort hann yrði áfram í boltanum eftir að skórnir færu á hilluna.

Líklegt að þetta sé síðasta tímabilið á ferlinum
„Það er svo erfitt að slíta sig frá þessu. Þetta er það skemmtilegt, svo lengi sem líkaminn leyfir og mér, liðsfélögum og þjálfurum finnst ég geta eitthvað þá er erfitt að hætta þessu. Ég myndi... „tips" til ykkar, að þetta sé það síðasta [tímabilið á ferlinum]. En aldrei að segja aldrei, líkaminn er í góðu standi og ég er hrikalega spenntur fyrir komandi tímabili."

„Ég veit ekki hvað ég vil gera eftir ferilinn. Það er alltaf spennandi að vera í kringum íþróttirnar og ég er búinn að taka þjálfaragráðurnar, er byrjaður með 4. flokk karla og hef mjög gaman af því. Það er fínt fyrir mig að byrja læra inn á hlutina þar og vonandi láta gott af mér leiða þar. Svo verður maður bara sjá hvað gerist, hvað maður vill þegar hólminn er komið. Mig langar að byrja á því að gera gott í þessu nýja starfi mínu, auðvitað gera gott fyrir strákana sem ég er að þjálfa og sem leikmaður sjálfur."


Alltaf krafa að fara í mót til þess að vinna það
„Ég hef sagt áður að við erum KR og það er bara eitt sem kemur til greina þar. Okkur er alveg sama hverju okkur er spáð, það er bara og hefur alltaf verið ein krafa í Vesturbænum - við förum í öll mót til að vinna og erum ekkert feimnir við að segja það. Hvort að pressan sé á öðrum eða okkur, það skiptir engu máli. Við setjum pressu á okkur sjálfa og það kemur aldrei neitt annað til greina en að vinna mótið. Þannig er þetta hérna í KR."

„Við erum með sigurvegara í brúnni og erum allir mjög þyrstir í árangur. Við ætlum okkur tvo hluti [titla] og við erum með hóp til þess að ná því."


Ekki spurning um að þeir geta orðið bestir í sumar
Theódór Elmar Bjarnason var til viðtals á dögunum í sjónvarpsþætti 433. Þar sagðist hann ætla verða einn af bestu leikmönnum mótsins í sumar. Þá sagði Ágúst Hlynsson í viðtali við Fótbolta.net að Hallur Hansson, nýr leikmaður KR, gæti orðið besti leikmaður mótsins.

„Við erum með frábæra leikmenn og þessir tveir, ég hef ekki séð mikið til Halls en þó aðeins... en ég hef séð mikið af Emma og bara í þessum tveimur erum við með algjöra klassaleikmann og ekki spurning að þeir geta orðið bestu leikmenn mótsins. Við vitum það samt að það hafa oft verið væntingar og annað hvort gengur það eða gengur ekki."

„Við vonum að það verði allir í toppstandi og allir með fullt sjálfstraust. Þeir tveir eru með mjög hátt „level". Við erum með fullt af öðrum gæðaleikmönnum og margt sem getur gerst. Þetta þarf bara að smella, þetta small hjá ákveðnu liði í fyrra. Við erum með lið í að láta þetta smella - það er engin spurning."


„Helvíti gott fyrir mig að vera laus við Óskar"
Óskar Örn Hauksson söðlaði um í vetur eftir einn og hálfan áratug í KR. „Það er skrítið að sjá hann í bláu, við sátum saman í klefanum. Það er mikill léttir og helvíti gott fyrir mig að vera laus við hann. Ég hef haft það alveg frábært núna síðustu mánuði," sagði Pálmi léttur.

„Óskar er og hefur verið KR-ingur allan þennan tíma. Það er að sjálfsögðu söknuður af honum en þetta er bara fótbolti og er bara lífið. Þetta er atvinna og hálf atvinna fyrir suma. Menn verða bara að fylgja sinni sannfæringu og gera það sem þeir telja best. Auðvitað hefðum við vilja hafa hann áfram hérna og það er auðvitað söknuður af litla kallinum. Vonandi gengur honum vel en ekki of vel," sagði Pálmi Rafn.
Útvarpsþátturinn - Enska hringborðið og Pálmi Rafn
Athugasemdir
banner
banner
banner