Íslenski fótboltamarkaðurinn hefur heldur betur tekið við sér og eru félög að eyða stórum fjárhæðum í leikmenn. Talað var um það í síðustu viku að Víkingur hefði borgað 15 milljónir króna til að fá Atla Þór Jónasson frá FH.
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, er núna sterklega orðaður við Víkinga en það var rætt um það í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, er núna sterklega orðaður við Víkinga en það var rætt um það í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
„Sagan segir að FH-ingar séu að setja verðmiða á hann sem hefur ekki sést áður í íslenska boltanum," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, sagði við Fótbolta.net í síðustu viku að ef það kæmi rétt tilboð í Kjartan Kára, þá yrði það skoðað.
„Það er um að gera að reyna á meðan félög eru að borga 15 milljónir fyrir leikmenn upp úr Lengjudeildinni. Ef Atli Þór kostar um 15 og Benedikt Warén kostar 13, þá kostar Kjartan Kári 25 milljónir," sagði Baldvin Már Borgarsson í útvarpsþættinum.
Kjartan, sem er 21 árs, átti flott tímabil með FH og hefur einnig verið orðaður við félög erlendis.
Athugasemdir