Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 21. febrúar 2019 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Kristján Guðmunds: Nú ertu að koma með aðra spurningu varðandi titla
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sáttur með það að vinna en við hefðum getað unnið stærra, þetta er bara fínt," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur á Selfyssingum í kvöld.

Lestu nánar um leikinn með því að smella hér.

Kristján segir að undirbúningstímabilið sé búið að vera gott þó svo að margir hans leikmenn séu fjarverandi í öðrum verkefnum, til dæmis landsliðsverkefnum.

„Búið að vera gaman en það hefur verið þó nokkuð af fjarverum vegna til dæmis landsliðsundirbúnings. Það hefur svolítið truflað þetta en við ráðum ekki við það. Við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem eru hér til staðar."

Kristján segir að hann ætli að styrkja leikmannahópinn með einum eða tveimur leikmönnum fyrir sumarið en hann viti það ekki enn hvaða stöðu þarf að styrkja.

Stjarnan hefur misst nokkra reynslumikla leikmenn en þrátt fyrir það segir Kristján að pressan varðandi titil sé ekkert minni.

„Ég held að það sé ekkert minn pressa á titla en áður hefur verið. Við erum með stóra hóp og það er gríðarleg samkeppni um stöður í liðinu. Þó svo að þær hafi ekki sömu reynslu og þær sem eru farnar þá eru þær allar að berjast um sæti í Pepsi-deildar liði Stjörnunnar."

„Það er ekkert gefið að svona ungar stelpur taki stjórnina fljótt og þó svo að þær vilji alltaf spila þá þurfum við svolítið að stjórna þeim."

Svo að Stjarnan stefnir á titil í sumar?

„Nú ertu að koma með aðra spurningu um titil og ert að reyna að þvinga mig til þess að segja eitthvað við því. Við metum það bara þegar nær dregur. Við erum að mynda lið úr þessum hressu stelpum. Við erum með markmið um að halda Stjörnunni áfram í efri hlutanum."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner