Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 21. febrúar 2019 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Kristján Guðmunds: Nú ertu að koma með aðra spurningu varðandi titla
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sáttur með það að vinna en við hefðum getað unnið stærra, þetta er bara fínt," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur á Selfyssingum í kvöld.

Lestu nánar um leikinn með því að smella hér.

Kristján segir að undirbúningstímabilið sé búið að vera gott þó svo að margir hans leikmenn séu fjarverandi í öðrum verkefnum, til dæmis landsliðsverkefnum.

„Búið að vera gaman en það hefur verið þó nokkuð af fjarverum vegna til dæmis landsliðsundirbúnings. Það hefur svolítið truflað þetta en við ráðum ekki við það. Við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem eru hér til staðar."

Kristján segir að hann ætli að styrkja leikmannahópinn með einum eða tveimur leikmönnum fyrir sumarið en hann viti það ekki enn hvaða stöðu þarf að styrkja.

Stjarnan hefur misst nokkra reynslumikla leikmenn en þrátt fyrir það segir Kristján að pressan varðandi titil sé ekkert minni.

„Ég held að það sé ekkert minn pressa á titla en áður hefur verið. Við erum með stóra hóp og það er gríðarleg samkeppni um stöður í liðinu. Þó svo að þær hafi ekki sömu reynslu og þær sem eru farnar þá eru þær allar að berjast um sæti í Pepsi-deildar liði Stjörnunnar."

„Það er ekkert gefið að svona ungar stelpur taki stjórnina fljótt og þó svo að þær vilji alltaf spila þá þurfum við svolítið að stjórna þeim."

Svo að Stjarnan stefnir á titil í sumar?

„Nú ertu að koma með aðra spurningu um titil og ert að reyna að þvinga mig til þess að segja eitthvað við því. Við metum það bara þegar nær dregur. Við erum að mynda lið úr þessum hressu stelpum. Við erum með markmið um að halda Stjörnunni áfram í efri hlutanum."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner