Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   fim 21. febrúar 2019 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Kristján Guðmunds: Nú ertu að koma með aðra spurningu varðandi titla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sáttur með það að vinna en við hefðum getað unnið stærra, þetta er bara fínt," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur á Selfyssingum í kvöld.

Lestu nánar um leikinn með því að smella hér.

Kristján segir að undirbúningstímabilið sé búið að vera gott þó svo að margir hans leikmenn séu fjarverandi í öðrum verkefnum, til dæmis landsliðsverkefnum.

„Búið að vera gaman en það hefur verið þó nokkuð af fjarverum vegna til dæmis landsliðsundirbúnings. Það hefur svolítið truflað þetta en við ráðum ekki við það. Við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem eru hér til staðar."

Kristján segir að hann ætli að styrkja leikmannahópinn með einum eða tveimur leikmönnum fyrir sumarið en hann viti það ekki enn hvaða stöðu þarf að styrkja.

Stjarnan hefur misst nokkra reynslumikla leikmenn en þrátt fyrir það segir Kristján að pressan varðandi titil sé ekkert minni.

„Ég held að það sé ekkert minn pressa á titla en áður hefur verið. Við erum með stóra hóp og það er gríðarleg samkeppni um stöður í liðinu. Þó svo að þær hafi ekki sömu reynslu og þær sem eru farnar þá eru þær allar að berjast um sæti í Pepsi-deildar liði Stjörnunnar."

„Það er ekkert gefið að svona ungar stelpur taki stjórnina fljótt og þó svo að þær vilji alltaf spila þá þurfum við svolítið að stjórna þeim."

Svo að Stjarnan stefnir á titil í sumar?

„Nú ertu að koma með aðra spurningu um titil og ert að reyna að þvinga mig til þess að segja eitthvað við því. Við metum það bara þegar nær dregur. Við erum að mynda lið úr þessum hressu stelpum. Við erum með markmið um að halda Stjörnunni áfram í efri hlutanum."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner