Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 21. febrúar 2019 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Kristján Guðmunds: Nú ertu að koma með aðra spurningu varðandi titla
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sáttur með það að vinna en við hefðum getað unnið stærra, þetta er bara fínt," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur á Selfyssingum í kvöld.

Lestu nánar um leikinn með því að smella hér.

Kristján segir að undirbúningstímabilið sé búið að vera gott þó svo að margir hans leikmenn séu fjarverandi í öðrum verkefnum, til dæmis landsliðsverkefnum.

„Búið að vera gaman en það hefur verið þó nokkuð af fjarverum vegna til dæmis landsliðsundirbúnings. Það hefur svolítið truflað þetta en við ráðum ekki við það. Við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem eru hér til staðar."

Kristján segir að hann ætli að styrkja leikmannahópinn með einum eða tveimur leikmönnum fyrir sumarið en hann viti það ekki enn hvaða stöðu þarf að styrkja.

Stjarnan hefur misst nokkra reynslumikla leikmenn en þrátt fyrir það segir Kristján að pressan varðandi titil sé ekkert minni.

„Ég held að það sé ekkert minn pressa á titla en áður hefur verið. Við erum með stóra hóp og það er gríðarleg samkeppni um stöður í liðinu. Þó svo að þær hafi ekki sömu reynslu og þær sem eru farnar þá eru þær allar að berjast um sæti í Pepsi-deildar liði Stjörnunnar."

„Það er ekkert gefið að svona ungar stelpur taki stjórnina fljótt og þó svo að þær vilji alltaf spila þá þurfum við svolítið að stjórna þeim."

Svo að Stjarnan stefnir á titil í sumar?

„Nú ertu að koma með aðra spurningu um titil og ert að reyna að þvinga mig til þess að segja eitthvað við því. Við metum það bara þegar nær dregur. Við erum að mynda lið úr þessum hressu stelpum. Við erum með markmið um að halda Stjörnunni áfram í efri hlutanum."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner