Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fim 21. febrúar 2019 23:01
Arnar Helgi Magnússon
Kristján Guðmunds: Nú ertu að koma með aðra spurningu varðandi titla
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sáttur með það að vinna en við hefðum getað unnið stærra, þetta er bara fínt," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur á Selfyssingum í kvöld.

Lestu nánar um leikinn með því að smella hér.

Kristján segir að undirbúningstímabilið sé búið að vera gott þó svo að margir hans leikmenn séu fjarverandi í öðrum verkefnum, til dæmis landsliðsverkefnum.

„Búið að vera gaman en það hefur verið þó nokkuð af fjarverum vegna til dæmis landsliðsundirbúnings. Það hefur svolítið truflað þetta en við ráðum ekki við það. Við einbeitum okkur að þeim leikmönnum sem eru hér til staðar."

Kristján segir að hann ætli að styrkja leikmannahópinn með einum eða tveimur leikmönnum fyrir sumarið en hann viti það ekki enn hvaða stöðu þarf að styrkja.

Stjarnan hefur misst nokkra reynslumikla leikmenn en þrátt fyrir það segir Kristján að pressan varðandi titil sé ekkert minni.

„Ég held að það sé ekkert minn pressa á titla en áður hefur verið. Við erum með stóra hóp og það er gríðarleg samkeppni um stöður í liðinu. Þó svo að þær hafi ekki sömu reynslu og þær sem eru farnar þá eru þær allar að berjast um sæti í Pepsi-deildar liði Stjörnunnar."

„Það er ekkert gefið að svona ungar stelpur taki stjórnina fljótt og þó svo að þær vilji alltaf spila þá þurfum við svolítið að stjórna þeim."

Svo að Stjarnan stefnir á titil í sumar?

„Nú ertu að koma með aðra spurningu um titil og ert að reyna að þvinga mig til þess að segja eitthvað við því. Við metum það bara þegar nær dregur. Við erum að mynda lið úr þessum hressu stelpum. Við erum með markmið um að halda Stjörnunni áfram í efri hlutanum."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner