Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már bestur í ótrúlegum sigri - Kristófer kom við sögu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Elías Már Ómarsson skoraði fyrsta markið í ótrúlega fjörugum sigri Excelsior í hollensku B-deildinni í kvöld og var valinn maður leiksins.

Elías Már skoraði á 27. mínútu og bætti Rai Vloet marki við fyrir leikhlé. Gestirnir úr Den Bosch komu til baka eftir leikhlé og sneru leiknum við. Staðan var orðin 2-3 á 61. mínútu þökk sé tvennu frá Pedro Marques.

Fljótt skipast veður í lofti og fengu heimamenn í Excelsior vítaspyrnu skömmu síðar, eftir að brotið hafði verið á Elíasi Má. Leikmaður gestanna var rekinn af velli með sitt annað gula spjald og staðan orðin jöfn á ný.

Gestirnir voru þó hvergi hættir. Marques fullkomnaði þrennuna með því að skora næsta mark leiksins og kom sínum mönnum aftur yfir. Staðan orðin 3-4 á 71. mínútu. Í kjölfarið skiptu heimamenn um gír og skoruðu tvö mörk á næstu níu mínútum. Elías Már skoraði annað markanna.

Í stöðunni 5-4 fengu bæði lið færi til að skora en það var Vloet sem innsiglaði dýrmætan sigur heimamanna í uppbótartíma. Liðin eru bæði í umspilsbaráttunni og er Excelsior komið í góða stöðu í sjöunda sæti.

Elías Már er á 14. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar, með 9 mörk og 2 stoðsendingar á tímabilinu.

Excelsior 6 - 4 Den Bosch
1-0 Elías Már Ómarsson ('27)
2-0 Rai Vloet ('41)
2-1 Pedro Marques ('49)
2-2 D. Verbeek ('54)
2-3 Pedro Marques ('61)
3-3 L. Bruins ('65, víti)
3-4 Pedro Marques ('71)
4-4 J. Zwarts ('76)
5-4 Elías Már Ómarsson ('80)
6-4 Rai Vloet ('93)
Rautt spjald: Van der Winden, Den Bosch ('64)

Kristófer Ingi Kristinsson fékk að spila síðustu tíu mínúturnar í tapi Grenoble gegn Chateauroux í frönsku B-deildinni.

Grenoble er um miðja deild, níu stigum frá umspilsbaráttunni.

Sara Björk Gunnarsdóttir var þá ekki í hópi Wolfsburg sem rúllaði yfir Potsdam í þýsku deildinni.

Wolfsburg er á toppi deildarinnar með fjórtán sigra og eitt jafntefli, níu stigum á undan Hoffenheim og FC Bayern sem eiga leik til góða.

Grenoble 0 - 1 Chateauroux
0-1 R. Mulumba ('80)

Wolfsburg 5 - 1 Potsdam
1-0 Ewa Pajor ('1)
2-0 Pernille Harder ('11)
2-1 L. Prasnikar ('12)
3-1 Alexandra Popp ('14)
4-1 Z. Jakabfi ('80)
5-1 Ewa Pajor ('87)
Rautt spjald: J. Elsig, Potsdam ('43)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner