Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Loftus-Cheek í hóp í fyrsta sinn á tímabilinu
Loftus-Cheek lék 40 leiki undir stjórn Sarri á síðustu leiktíð. Hann skoraði 6 mörk í 24 deildarleikjum.
Loftus-Cheek lék 40 leiki undir stjórn Sarri á síðustu leiktíð. Hann skoraði 6 mörk í 24 deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek er í leikmannahópi Chelsea fyrir Lundúnaslaginn gegn Tottenham um helgina.

Chelsea hefur gengið illa að undanförnu og er liðið í harðri Meistaradeildarbaráttu. Lærisveinar Frank Lampard sitja í fjórða sæti sem stendur, einu stigi á undan Tottenham, en hafa aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum.

Endurkoma Loftus-Cheek kemur því á gríðarlega mikilvægri stundu en hann var meðal bestu leikmanna liðsins undir stjórn Maurizio Sarri á síðustu leiktíð.

Loftus-Cheek sleit hásin í æfingaleik í Bandaríkjunum í maí í fyrra og hefur verið frá síðan. Loftus-Cheek er 24 ára gamall og á tíu A-landsleiki að baki fyrir England eftir að hafa verið algjör lykilmaður í yngri landsliðunum.

„Ruben er í hópnum. Hann er ekki í standi til að byrja leikinn en það er frábært að geta haft hann með í hópnum," sagði Lampard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner